Skip to main content
Frétt

Ferðafrelsi skert og hnýsast í persónuhagi fólks

By 19. janúar 2015No Comments

Segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ meðala annars í samtali við mbl.is um akstursþjónustu Strætó

Í viðtalinu er vísað til ályktunar aðalstjórnar ÖBÍ frá 14. janúar um akstursþjónustuna og í viðtali vegna þessa við formanna ÖBÍ, Ellen Calmon kemur eftirfarandi fram:

„Það er talað um að þetta eigi að vera al­menn­ings­sam­göng­ur en þarna er verið að skerða ferðaf­relsi fatlaðs fólks því það get­ur aðeins notað þenn­an vagn í tak­mörkuð skipti í mánuði,“ seg­ir Ell­en Calmon, formaður ÖBÍ, en aðeins er um að ræða 60 ferðir í mánuði. 

Ell­en bend­ir á það að fötluðu fólki séu ekki „veitt­ar“ þess­ar 60 ferðir, eins og stjórn­end­ur vilji gjarn­an tala um, held­ur greiði það fyr­ir þær. Ef þess­ar ferðir klár­ast þarf að greiða 1.100 krón­ur fyr­ir hverja auka­ferð, sem geta að há­marki orðið 20. Þetta sé einnig ákveðin frels­is­skerðing enda sé um­fram­gjaldið mun hærra en fyr­ir aðrar al­menn­ings­sam­göng­ur.

„Fatlað fólk á að fá að ferðast eins og það vill og þarf. Fatlað fólk ferðast jafn mis­mun­andi mikið og all­ir aðrir,“ seg­ir Ell­en. „Fatlað fólk er al­menn­ing­ur – fatlað fólk eru all­ir, og þjón­ust­an á að vera eins fyr­ir alla.“

„Hnýs­ast í per­sónu­hagi fólks“

Ell­en seg­ir fatlað fólk ekki njóta þeirra rétt­inda að gera allt sem það vill því ferðirn­ar séu tak­markaðar. Þá bend­ir hún á ferðaþjón­ustu blindra, þar sem tak­markaðar ferðir eru til einka­nota ann­ars veg­ar, og til lækn­is hins veg­ar. „Þetta eru aðeins átján ferðir til einka­nota, svo ef ein­stak­ling­ur vill til dæm­is hitta kær­ust­una sína í há­deg­inu á hverj­um degi þá get­ur hann ekki gert það. Þetta er í raun mann­rétt­inda­brot því það er verið að hnýs­ast í per­sónu­hagi fólks.“

Þá seg­ist hún ekki geta ímyndað sér annað en að auk­inn kostnaður fylgi ut­an­um­haldi, ef fylgj­ast á með hvers kon­ar ferðir fólk fer hverju sinni.

Erfitt að bú­ast við þjón­ustu sem ít­rekað bregðist

Jafn­framt seg­ir hún það mjög baga­legt fyr­ir fatlað fólk að bú­ast við ákveðinni þjón­ustu, sem bregðist ít­rekað. „Það átti til að mynda að sækja stúlku í skól­ann klukk­an 13 fyr­ir nokkr­um dög­um síðan en svo var hún ekki sótt fyrr en 13:50. Það verður að bera þetta sam­an; ef stræt­is­vagn myndi mæta svo seint yrði fólk gríðarlega ósátt.“

Loks seg­ist hún von­ast til þess að þjón­ust­an verði bætt, enda hafi það verið mark­miðið með breyt­ing­unni. „Þessi þjón­usta hlýt­ur að verða betri með tím­an­um enda eru öll tæki og tól til staðar. Þetta er oft bara spurn­ing um viðhorf og sam­ráð svo við verðum að trúa því að við séum að horfa fram á bjart­ari tíma.“

Frétt mbl.is í heild