Skip to main content
Frétt

Ferðaþjónustu Strætó breytt?

By 19. febrúar 2015No Comments

Á fundi um ferðaþjónustu Strætó sem Sjálfsbjörg, ÖBÍ og Þroskahjálp stóðu fyrir 18. febrúar sl. komu ýmsar hugmyndir fram um framtíð ferðaþjónustunnar. Mikill hiti var í fundarmönnum sem margir hverjir höfðu sögur að segja af slakri þjónustu frá því breytingar voru gerðar um áramótin.

Umræðuefni fundarins var ferðaþjónusta Strætó sem mikið hefur verið gagnrýnd að undanförnu.

Í máli formanns neyðarstjórnar þjónustunnar, Stefáns Eiríkssonar, kom meðal annars fram að hugsanlega þyrfti að gera grundvallarbreytingar á ferðaþjónustu fatlaðra. Það taki hins vegar meira en mánuð að laga þjónustuna.
Sjá frétt RÚV um fundinn og viðtal við Stefán Eiríksson.

Margir fundarmanna sögðu frá atvikum sem þeir þekktu til eða höfðu reynt á eigin skinni. Rætt var um sveigjanleika sem þyrfti að vera í kerfinu meðal annars.
Sjá frétt mbl.is um þá umræðu.