Skip to main content
Frétt

Fjöldi breytinga á lögum og reglugerðum hjá TR og SI 1. janúar sl.

By 15. janúar 2010No Comments
Eins og áður hefur komið fram tóku margar lagabreytingar og nýjar reglugerðir gildi þann 1. janúar sl. sem tengjast málflokkum hjá Tryggingarstofnun ríkisins (TR) og Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). ÖBÍ hvetur menn til að kynnar sér þau mál nánar.

Breytt löggjöf og vinnulag varðandi mat á starfshæfni þegar sótt er um endurhæfingarlífeyri

Samkvæmt breytingu laga 99/2007 um félagslega aðstoð, sem tóku gildi 1. janúar 2010, er heimilt að greiða einstaklingum á aldrinum 18 – 67 ára endurhæfingarlífeyri í allt að 18 mánuði þegar ekki er ljóst hver starfshæfni verður til frambúðar í kjölfar sjúkdóma eða slysa.

Hámarkstímabil endurhæfingarlífeyris er því tvöfaldað, úr 18 mánuðum í 36 mánuði ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Sjúkrahúsvist í endurhæfingarskyni hafi ekki áhrif á bótagreiðslur líkt og var. Einnig hafa eyðublöð verið endurbætt og taka til fleiri atriða í dag. Slóð á fréttina í heild (opnast í nýjum glugga á heimasíðu TR).

Greiðslur til lifandi líffæragjafa, nýr bótaflokkur hjá Tryggingastofnun

Nú er hægt að sækja um greiðslur úr nýjum bótaflokki hjá Tryggingastofnun sem er ætlað að tryggja lifandi líffæragjöfum tímabundna fjárhagsaðstoð á meðan þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar. Slóð á alla fréttina

Ný reglugerð vegna heilbrigðisþjónustu frá 1. janúar 2010

Flokkun sjúkratryggðra hefur breyst og grunnupphæðir vegna heilbrigðisþjónustu og afsláttarviðmið hafa almennt hækkað nema vegna barna. Slóð á alla fréttina

Breytingar á lögum um almannatryggingar, lögum um félagslega aðstoð og lögum um málefni aldraðra

Stutt samantekt á megin breytingum á ofangreindum lögum á heimasíðu TR.