Skip to main content
Frétt

Fólk án atvinnutengdra réttinda illa sett í veikindum

By 12. maí 2006No Comments
Fólk án atvinnutengdra réttinda er afar illa sett en réttindi íslenskra launþega á greiðslum í veikindum virðast þokkalega tryggð hafi fólk áunnið sér atvinnutengd réttindi.

Atvinnurekendur og stéttarfélög mynda öryggisnet launþega í veikindum en ríkið gegnir lágmarkshlutverki. Þetta eru fáeinar af niðurstöðum meistaraprófsritgerðar Unnar Ágústsdóttur um þann hluta sjúkratrygginga sem snýr að beinum greiðslum til einstaklinga í veikindaorlofi.

Ritgerðin nefnist „Velferð í veikindum – réttindi vinnandi fólks í alþjóðlegu samhengi“ og var unnin við Viðskiptaháskólann Bifröst. Rannsóknin fól meðal annars í sér samanburð við fjögur önnur lönd, Bretland, Noreg, Danmörku og Þýskaland. Sjá nánar um ritgerðina á heimasíðu Tryggingarstofnunar ríkisins, tr.is