Skip to main content
Frétt

Fólk frestar för til læknis vegna fjárskorts

By 6. mars 2012No Comments

Fréttastofa sjónvarps ræddi við þingmennina Ragnheiði Ríkharðsdóttur, Sjálfstæðisflokki, og Eygló Harðardóttur, Framsókn, um komu- og umsýslugjald sem sérgreinalæknr hafa sett á.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sagði meðal annars að það ætti ekki að setja þann sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda í þá stöðu að hann þurfi að velja hvort hann hafi efni á að fara til sérfræðingsins eða ekki. Hún sagðist vita um dæmi þess að fólk fresti því að fara til læknis vegna fjárhagsvanda.

Eygló Harðardóttir, sagði meðal annars að vitað væri að heimilin gætu ekki tekið meira á sig. Eitthvað sem velferðarráðherra verði að skoða og taka á. Einstaka stéttir geti ekki verið með sjálftöku úr sjóðum ríkisins, það er lítið fjármagn þar til. Mjög stórt verkefni sem verði að taka á, en ekki tala meira um.

Eygló vill að sjúklingar fái tilvísun frá heimilislækni fyrir tíma hjá sérgreinalækni og slíkar heimsóknir verði meira niðurgreiddar en heimsóknir beint til sérgreinalæknis.

Fréttin í heild á RÚV

Fyrri fréttir um sama mál:

Álögur sjúklinga hækka vegna komu- og umsýslugjalds.