Skip to main content
Frétt

Fordómar í garð öryrkja svar við grein Styrmis

By 22. nóvember 2010No Comments
Í frétt Stöðvar2 svarar Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ grein Styrmis Gunnarssonar

Lilja segir m.a. að hugtakanotkunin stýri ekki fordómum heldur þau lífskjör og aðstæður sem öryrkjar búi við. Hér er Lilja að bregðast við grein Styrmis Gunnarssonar í helgarblaði Morgunblaðisins þann 20. nóv. sl.

Viðtalið við Lilju í fréttum Stöðvar2, 21. nóvember. 

Í skýrslu Guðrúnar Hannesdóttur um Lífskjör og hagi öryrkja, sem hún vann fyrir ÖBÍ og kom út nýverið kemur m.a. fram að;

„Mjög margir öryrkjar (45%) segjast finna fyrir fordómum vegna fötlunar sinnar eða örorku og marktækt samband er þar við upplifun einangrunar. Konur finna frekar fyrir fordómum en karlar og hjúskaparstaða skiptir þar miklu máli. Þeir sem eru í óstaðfestri sambúð eða fráskildir finna helst fyrir fordómum og því næst þeir einhleypu. Barnafólk finnur frekar fyrir fordómum en þeir barnlausu.“

Nánar er fjallað um fordóma á bls. 94-98 í skýrslunni Lífskjör og hagir öryrkja

Sjá nánari umfjöllun fjölmiðla 15. nóvember sl.