Skip to main content
Frétt

Formaður kemst hvergi!

By 10. maí 2012No Comments

Engin þjónusta fyrir hreyfihamlaða í boði. Varaformaður fyllir skarð formanns á fræðslufundi á Höfn í Hornafirði.

ÖBÍ hefur ferðast um landið síðastliðin misseri með fræðslufundi í tengslum við yfirfærslu á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Á fundunum hafa formaður ÖBÍ, Guðmundur Magnússon, Helga Baldvins- Bjargardótti og Hrefna K. Óskarsdóttir fjallað um stöðu mála frá mismunandi sjónarhornum.

Á mánudaginn 14. maí, verður fræðslufundur á Höfn í Hornafirði. Þá bregður svo við að formaður ÖBÍ getur ekki flogið með félögum sínum þar sem flugfélag sem sér um flug til þessa staðar er með flugvélar sem ekki taka fólk sem er í hjólastólum. Einnig kom í ljós að engin ferðaþjónusta fyrir fólk sem notar hjólastóla er á staðnum.

Hjördís Anna Haraldsdóttir, varaformaður ÖBÍ, mun því fylla skarð hans á þessum fundi. 

Þess má geta að sveitarfélagið Höfn í Hornafirði hefur verið tilraunasveitarfélag um málefni fatlaðs fólks til fjölda ára.