Skip to main content
Frétt

Formaður ÖBÍ ætlar ekki í endurkjör

By 13. ágúst 2009No Comments
Á fundi aðalstjórnar ÖBÍ, í gær, tilkynnti Halldór Sævar Guðbergsson að hann gæfi ekki kost á sér til formanns á komandi aðalfundi ÖBÍ í október.

Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalags Íslands hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Tilkynnti hann ákvörðun sína á fundi aðalstjórnar ÖBÍ í gærkvöldi.

Hann sagði ákvörðunina fyrst og fremst af persónulegum ástæðum en hann hefur ráðið sig til starfa hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Hann mun m.a. koma að uppbyggingu miðstöðvarinnar. Þá mun hann sinna kennsluráðgjöf, einkum hjá einstaklingum á Norðurlandi, þar sem hann er búsettur.

Formannsskipti eru því framundan hjá ÖBÍ 24. október næstkomandi, þegar aðalfundur bandalagsins verður haldinn.

Halldór S. Guðbergsson var kjörinn formaður ÖBÍ á aukafundi milli aðalfunda ÖBÍ sem haldinn var um miðjan febrúar 2008 eftir að Sigursteinn Másson sagði af sér formennsku. Halldór hefur einnig verið formaður Blindrafélagsins árin 2005-2008 og 1999-2001.