Skip to main content
Frétt

Forseti Íslands veitti Hvatningarverðlaun ÖBÍ í gærkvöldi

By 4. desember 2007No Comments
Freyja Haraldsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun ÖBÍ í einstaklingsflokki sem veitt voru við hátíðalega athöfn í Þjóðminjasafninu í gærkvöldi.

Starfsendurhæfing Norðurlands hlaut viðurkenningu í flokki stofnana og Móðir Náttúra í flokki fyrirtækja. Freyja var verðlaunuð fyrir áhrif sín í því að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frumkvöðull í að koma á fót notendastýrðri þjónustu.

ÖBÍ óskar vinningshöfum hjartanlega til hamingju!

Verndari Hvatningarverðlauna ÖBÍ, hr. forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt verðlaunahöfum og formanni ÖBÍ. Freyja Haraldsdóttir með verðlaun sín í flokki einstaklinga. Geirlaug G. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingar Norðurlands ásamt Soffíu Gísladóttur framkvæmdastjóra SÍMEY með verðlaunin í flokki stofnana sem Starfsenduhæfin Norðulands fékk.

Valentína Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og Karl Eiríksson yfirkokkur hjá Móður náttúru, hlutu hvatningarverðlaun ÖBÍ í flokki fyrirtækja.