Skip to main content
Frétt

Fosshótel og ÖBÍ gera gistisamning að nýju

By 4. ágúst 2010No Comments
Góður afsláttur af gistingu á Fosshótelum og Inns of Iceland.

Gistisamningur milli Fosshótela og Öryrkjabandalags Íslands, gildir til 15. maí 2011. Allir sem geta framvísað örorkuskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins geta nýtt sér þau kjör er samningurinn kveður á um.

Fosshótel bjóða gistingu á öllum hótelum keðjunnar tímabilið;

15. maí -14. sept. 2010, á kr. 10.000  (1 nótt)

15. september 2010-15. maí 2011, á  kr. 9.000 (1 nótt)

Verðið gildir fyrir einsmanns og tveggjamanna herbergi með baði og morgunverð.

Heilsárs Fosshótel eru:

Lind, og Baron í Reykjavík, Fosshótel Reykholt, Borgarfirði, Fosshótel Húsavík og Fosshótel Dalvík.

Sumar Fosshótel eru:

Suðurgata, Reykjavík (03.06 – 23.08), Vatnajökull, Höfn í Hornarfirði (15.05 – 25.09), Laugar, Reykjadal (01.06 – 19.08), Mosfell, Hella (01.06 – 31.08), Fosshótel Dalvík (Skert starfs. yfir vetrartíma.) Skaftafell (01.03.-31.10.)

Inns of Iceland rekur sumargistiheimili:

Garður INN, Reykjavík (30.05 – 23.08)

Förföll á bókun tilkynnist

Einstaklingar geta afbókað pöntun sína í síðasta lagi 2 sólarhringum fyrir komu án þess að greiða fyrir herbergið. Ef afbókað er seinna greiðist 100% afbókunargjald.

Aðgengi

Aðgengi fyrir hjólastóla er í lagi með fyrirvara á eftirtöldum hótelum, Fosshótel Húsavík, Fosshótel Baron og Fosshótel Reykholti. Opinbera úttekt á þeim hefur ekki verið gerð og því er þessi fyrirvari settur. Unnið er að úttekt á hótelunum með tilliti til aðgengis fyrir alla.