Skip to main content
Frétt

Fötlunarfræði – umsóknarfrestur til 5. júní

By 28. maí 2009No Comments
Nú fer hver að verða síðastur að sækja um í fötlunarfæði HÍ fyrir komandi ár. Umsóknarfrestur um diplómanám í fötlunarfræðum er til 5. júní nk. Námið er 30 ECTS nám sem hægt er að taka með starfi á þremur misserum. Námið samanstendur af þremur námskeiðum og er eitt námskeið tekið á hverju misseri. Námið er staðbundið nám og öll námskeið í diplómanáminu eru kennd einn dag í viku eftir hádegið kl. 13.20 – 17.00 Einnig er unnt að taka námið á styttri tíma.

Diplómanám í fötlunarfræðum er opið öllum sem hafa lokið BA námi eða sambærilegri menntun. Frekari upplýsingar á heimasíðu félags- og mannvísindadeildar.

Hægt er að fá diplómanámið metið sem hluta af MA-námi í fötlunarfræðum að uppfylltum inntökuskilyrðum.

Eyðublöð fyrir diplómanám er að finna á heimasíðu félags- og mannvísindadeildar

Frekari upplýsingar eru hjá umsjónakennurum námsins Hönnu Björg Sigurjónsdóttur lektor, sími 525-4344 hbs@hi.is og Rannveigu Traustadóttur prófessor, sími 525-4523 rannvt (@) hi.is, og hjá Höllu Maríu Halldórsdóttur verkefnisstjóra á skrifstofu félags- og mannvísindadeildar, sími 525-4537 hmh (@) hi.is