Skip to main content
Frétt

Fötlunarlist, Special Olympics, fötlunarfræði, greiðsluþátttökukerfi og baráttufund 13. apríl

By 3. apríl 2013No Comments
Vefrit ÖBÍ 3. tölublað 2. árgangs var að koma út. Þar er að finna áhugaverðar greinar um:

Fötlunarlist

Á kvenréttindadaginn 19. júní 2012 var framinn gjörningur í anda fötlunarlistar í tónlistarhúsinu Hörpu. Gjörningurinn fór  fram á fjórum aðgreindum salernum ætluðum fötluðu fólki. Í daglegu tali er það kallað hjólastólasalerni eða „fatlaða klósettið“ sem er bæði fyrir konur og karla. Listakonan gjörningsins heitir Kolbrún Dögg og er fötlunarlistakona.

Greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa

Heiðar Örn Arnarson vef- og kynningarfulltrúi Sjúkratrygginga Íslands sem fjallar hér um nýja greiðsluþátttökukerfið vegna kaupa á lyfjum

Special Olympics og skólaverkefni Hólabrekkuskóla

Special Olympics eru alþjóðleg samtök sem halda utan um mót á vegum samtakanna og hafa einnig það hlutverk að efla samfélagsvitund í tengslum við þroskaskerta einstaklinga. Samtökin og þeir sem fyrir þau starfa hafa það að leiðarljósi að ná til sem flestra með boðskapnum Eitt samfélag fyrir alla. Skólaverkefni Special Olympics er einn liður í því að vinna að þeim boðskap. Hólabrekkuskóli og nemendur 7. bekkjar skólans tóku verkefninu opnum örmum og voru fyrsti skólinn til að taka þátt í verkefninu hér á landi með frábærum árangri.
Tengill á greinina

Fötlunarfræði

Umfjöllun um fötlunarfræði við Háskóla Íslands, sem er þverfagleg fræðigrein sem leggur áherslu á að skoða og skilja samspil fötlunar og ýmissa þátta í menningu og samfélagi á gagnrýninn hátt. Kennt er á MA stigi og er umsóknarfrestur um framhaldsnám við HÍ veturinn 2013-2014 til 15. apríl næstkomandi.

Einnig eru í vefritinu greinar um baráttufund ÖBÍ 13. apríl næstkomandi og spurningar kjarahóps ÖBÍ til framboða sem fjallað hefur verið um hér á heimasíðunni.