Skip to main content
Frétt

Frá formanni og framkvæmdastjóra ÖBÍ

By 1. júní 2011No Comments
vegna kjarasamninga og bóta almannatrygginga

Eftir að Guðbjartur Hannesson varð velferðarráðherra hefur hann lofað að lífeyrisþegar fái sambærilegar kjarabætur og fólk á vinnumarkaði.

Eftir að heildarsamningar ASÍ og SA tókust var spurning um útfærslu á hækkun bóta í flóknu almannatryggingakerfi þannig að hækkanir skiluðu sér til lífeyrisþega. ÖBÍ hefur lagt áherslu á að lífeyrisþegar hækki sem fyrst og að hækkanirnar verði ekki teknar til baka með skerðingum annars staðar í kerfinu.

Mikilvægt er að öll viðmið s.s. uppbótarflokkar og frítekjumörk hækki til samræmis við kjarabætur. ÖBÍ áréttar að hækkanir til lífeyrisþega komi til framkvæmda sem allra fyrst og minnir á að kjör lífeyrisþega voru skert með lögum 1. janúar 2009 á undan öðrum og enn frekar þann 1. júlí sama ár með nánast engum fyrirvara. Lífeyrisþegar hafa ekki fengið leiðréttingar á kjörum síðan þá.