Skip to main content
Frétt

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks samþykkt 

By 2. júlí 2012No Comments
Alþingi samþykkt þingsályktun um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir þinglok í júní.

Þingsályktunartillagan, sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra lagði fram á þinginu í janúar síðastliðnum, var unnin í samræmi við bráðabirgðaákvæði með breytingu á lögum um málefni fatlaðs fólks sem Alþingi samþykkti árið 2010 í tengslum við flutning ábyrgðar á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Undirbúningurinn var á hendi starfshóps þar sem sátu fulltrúar velferðarráðuneytisins, Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þingsályktunin skiptist í þrjá þætti. Í fyrsta lagi er sett fram stefna í málefnum fatlaðs fólks árin 2012–2020. Í öðrum þætti er framkvæmdaáætlun í málaflokknum fyrir árin 2012–2014 og í þriðja þætti eru tíundaðar útfærslur á einstökum verkefnum framkvæmdaáætlunarinnar. Hluti áætlunarinnar felur í sér tímasettar aðgerðir vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Fréttin í heild á heimasíðu velferðarráðuneytisins.