Skip to main content
Frétt

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

By 17. janúar 2012No Comments
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012–2014 komin á vef velferðarráðuneytisins.

Í bráðabirgðaákvæði laga um málefni fatlaðs fólks var meðal annars kveðið á um að sett skyldi fram stefna í málefnum fatlaðs fólks, forgangsröðun verkefna, aðgerðaáætlun og skilgreindir árangursmælikvarðar.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra skipaði starfshóp í júni 2011 sem undirbjó þingsályktunartillöguna. Auk fulltrúa velferðarráðuneytisins sátu í starfshóponum fulltrúar tilnefndir af hálfu Landssamtakanna Þroskahjálpar, Öryrkjabandalags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður starfshópsins var Lára Björnsdóttir.

Í tillögunni eru settar fram tímasettar aðgerðir vegna lögfestingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, aðgengismála, biðlista eftir þjónustu, atvinnumála fatlaðs fólks og samræmds mat á þjónustu.

Frétt um málið á heimasíðu velferðaráðuneytisins.

Tillagan til þingsályktunar um framkvæmdaátlunina  á heimasíðu velferðarráðuneytisins.