Skip to main content
Frétt

Framtalsaðstoð 2008

By 28. janúar 2008No Comments
Líkt og fyrri ár mun Skattstjórinn í Reykjavík veita þeim framtalsaðstoð sem eru ófærir um að gera framtal sitt sjálfir að heilsufarsástæðum.

Aðstoð verður veitt á nokkrum stöðum sjá nánar um þá staði á heimasíðu Skattstjóra Reykjavíkur.

Fulltrúi Skattstjóra Reykjavíkur mun aðstoða fólk sem býr í Hátúnsblokkunum, og þessa óska að vera veitt aðstoð, þann 11. mars. Panta þarf tíma fyrirfram í afgreiðslu ÖBÍ Hátúni 10a, eða síma 530-6700.

Athuga ber þó að ekki er hægt að veita aðstoð þeim sem:

  • keyptu eða seldu fasteignir, hlutabréf eða önnur verðbréf á árinu,
  • þurfa að gera grein fyrir vaxtagjöldum af íbúðarhúsnæði til eigin nota umfram lán frá Íbúðarlánasjóði, eða
  • hafa tekjur af eigin atvinnurekstri eða af leigu húsnæðis.

Mæta þarf með eftirtalin fylgigögn, veflykil 2008 eða áritað framtalseyðublað 2008, yfirlit yfir allar bankareikninga, hlutabréfa- og verðbréfaeign, og launamiða 2008 frá launagreiðendum.