Skip to main content
Frétt

Framtíðarstarf?

By 19. ágúst 2010No Comments
Það vantar 3.000 nýja tæknimenntaða einstaklinga á íslenskan vinnumarkað á næstu 3 árum. Átak meðal atvinnulausra.

Vinnumálastofnun vinnur í samstarfi við Samtök iðnaðarins, háskóla landsins og tækni- og hugverkafyrirtæki að átaki í menntun einstaklinga í tækni- og raungreinum. Mikil eftirspurn er eftir slíkri menntun og á hún eftir að aukast enn frekar á næstu árum, til dæmis er gert er ráð fyrir að það þurfi um 3.000 nýja tæknimenntaða einstaklinga á íslenskan vinnumarkað innan hugverkaiðnaðar á næstu þremur árum.

Hugverkaiðnaður býður upp á fjölbreytileg störf innan: heilbrigðistækni, hönnun, fata- og listiðnaðar, leikjaiðnaðar, líftækni, orku- og umhverfistækni, tónlistar-, kvikmynda- og afþreyingariðnaðar, vél- og rafeindatækni fyrir matvælavinnslu, ásamt störfum innan mannvirkjagerðar og málmtækni.

Nú hefur Vinnumálastofnun sent bréf til um 3.000 einstaklinga af atvinnuleysisskrá þar sem kynnt er menntunarúrræði innan hugverkaiðnaðar.

Hefur þú áhuga?  – Skólagjöld verða greidd af Vinnumálastofnun fyrir skólaárið 2010-2011.

Vinnumálastofnun kemur til móts við þá einstaklinga sem hafa áhuga á að sækja slíkt nám og fá inngöngu með:

  • Því að greiða skóla- og skráningargjöld fyrir skólaárið 2010 – 2011 (tvær annir í fullu námi)

Kynningarfundir verða haldnir næstu daga 19. – 24. ágúst hjá fyrirtækjum sem hafa þörf fyrir starfsfólk með tæknimenntun. Á fundinum verður námsúrræðið kynnt, sem og starfsemi viðkomandi fyrirtækis og mikilvægi tæknimenntaðra einstaklinga fyrir starfsemina.

Það sem þú þarft að gera!

Ef þú hefur áhuga á að hefja nám innan tæknimenntunar verða hlutirnir að ganga hratt fyrir sig þar sem kennsla byrjar í næstu viku. Það sem þú þarft að gera:

  1. Tilkynna mætingu þína á kynningarfund sem fyrst , á netfangið hildur.svansdottir@vmst.is – Kynningarfundir verða haldnir næstu daga og verður haft samband við þig og þú látin/n vita hvar og hvenær fundurinn verður.
  2. Skoða það nám sem er í boði og velja það sem þú hefur áhuga á. Sjá fylgiskjal með lista yfir skóla og það nám sem er í boði fyrir þetta úrræði.
  3. Hafa samband við þann skóla sem býður það nám sem þú hefur áhuga á og skrá þig sem fyrst.
  4. Hafa samband við Lánasjóð íslenskra námsmanna og sækja um námslán fyrir veturinn 2010 – 2011. Hægt er að sækja um námslán í gegnum Mínar síður í heimabankanum þínum. Hér getur þú reiknað út framfærslulán LÍN.

Kíkið á alla frétt Vinnumálastofnunar (opnast á heimasíðu þeirra) þar eru upplýsinga um skóla, námsbrautir og þau fyrirtæki sem koma að verkefninu.