Skip to main content
Frétt

Framtíðarstefnu Reykjavíkurborgar varðandi leiguhúsnæði fagnað

By 25. ágúst 2011No Comments

Í umsögn ÖBÍ til Reykjavíkurborgar um nýja stefnumótun varðandi leiguhúsnæði segir meðal annars… 

„ÖBÍ fagnar því að Reykjavíkurborg skuli setja niður skýra stefnu í húsnæðismálum borgarinnar sérstaklega er varðar leiguhúsnæði.“

„Löngu tímabært er að byggja upp langtímaleigumarkað burtséð frá tekjum svo að fólk hafi raunverulegt val um búsetuform. Það er sjálfsagt réttlætismál að stuðningur Reykjavíkurborgar eigi að vera bundinn persónulegum aðstæðum íbúa, en ekki að það skipti máli hver á og rekur húsnæðið og hefur ÖBÍ lengi barist fyrir því. Mikilvægt er því að breyta reglum um sérstakar húsaleigubætur þannig að þær komi í veg fyrir óhóflega greiðslubyrði.“

„ÖBÍ furðar sig á því að Reykjavíkurborg sé ekki þegar byrjuð að greiða sérstakar húsaleigubætur til allra þeirra sem þurfa á þeim að halda, óháð því hver á og rekur húsnæðið, í ljósi álits samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 18. nóvember 2010. ÖBÍ hafði árangurslaust reynt að fá Reykjavíkurborg til að breyta um stefnu en snéri sér að lokum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og lagði fram kvörtun um málið.“

 Umsögnin í heild