Skip to main content
Frétt

Frávísunarkröfu Gildis hafnað.

By 22. febrúar 2008No Comments
Þann 19. febrúar síðastliðinn fór Gildi lífeyrissjóður fram á að stefnu ÖBÍ, fyrir hönd eins þeirra lífeyrisþega sem fengu bréf um „lækkun eða niðurfellingu“ örorkulífeyrisgreiðslna frá og með 1. nóvember 2007, yrði vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að frávísunarkröfu Gildis væri hafnað. Eingöngu var samþykkt að sá hluti frávísunar er sneri að öðrum frádrætti það er, greiðslum frá lífeyrisjóðum og kjarasamningsbundnum greiðslum (eigin launum) yrði vísað frá.

Frávísunakröfu Gildis vegna frádráttar á greiðslum frá almannatryggingum var aftur á móti hafnað.

Málið fer því nú til meðferðar.

Úrskurðurinn í heild sinni (word skjal 41kb)