Skip to main content
Frétt

Freyja Haraldsdóttir komin á þing

By 1. júlí 2013No Comments

Freyja beindi fyrirspurn til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra varðandi áhyggjum sínum um  hvaða áhrif breytingar á námslánakerfinu muni hafa á öryrkja.

Freyja Haraldsdóttir varaþingmaður Bjartrar framtíðar tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Hún spurði hvernig það samrýmdist markmiðum ríkisstjórnarinnar að efla menntakerfið og vinna gegn brottfalli úr námi. Hún ræddi sérstaklega um öryrkja í þessu sambandi og foreldra langveikra barna. Auknar námskröfur gætu gert þessum hópum námið erfiðara. Þá spurði hún menntamálaráðherra um félagslega aðstoð við námsmenn sem hún sagði að væri mun betri annars staðar á Norðurlöndunum.

Sjá alla fréttina á ruv.is