Skip to main content
Frétt

Frí tannlæknaþjónusta fyrir börn á morgun kl. 10-13

By 22. maí 2009No Comments
Á morgun 23. maí, mun Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands bjóða barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör upp á fría tannlæknaþjónustu.

Þetta er í fjórða og í síðasta skipti sem þjónustan er veitt fyrir sumarið en stefnt er að því að taka upp þráðinn í haust.

Þjónustan er fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri og verður veitt milli kl. 10.00 og 13.00 í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Læknagarði, að Vatnsmýrarvegi 16.

fréttin í heild sinni á mbl.is