Skip to main content
Frétt

Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur þyrfti að vera 70 til 80 þúsund

By 22. febrúar 2012No Comments

Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur þyrfti að vera 70 til 80 þúsund sagði Stefán Ólafsson meðal annars í viðtali í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 í gær.

Í viðtalinu við Stefán kom meðal annars fram að gegnsæi þurfi að aukast í ársskýrslum hjá lífeyrissjóðunum og almennar uppplýsingar til lífeyrisþega. Aga við fjárfestingar þurfi að auka inna sjóðanna. Hann tók undir orð Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra að um brask hafi verið að ræða á árunum fyrir hrun. Allar viðvörunarbjöllur ættu að klingja á Íslandi þessa dagana, þegar menn tala mikið um að við séum með besta lífeyrissjóðakerfi í heim, þá er hætta á ferðum.

Frítekjumark: 70 til 80 þúsund krónur

Fram kom líka að um helmingur örorku- og ellilífeyrisþega með greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins fá í dag lífeyrisgreiðslur sem nema 80.000 krónum eða minna. Lágmarksframfærslutrygging TR sem er tekjutengd orsakar það hinsvegar að einstaklingar hafa engan hag af þessari viðbótargreiðslu. Stefán sagði að galli væri á kerfinu eins og það er í dag. Frítekjumark í almannatryggingakerfinu þyrfti að vera á fyrstu 70 til 80 þúsund krónu mánaðarlegrar greiðslu úr lífeyrissjóði svo þær skertu ekki bætur almannatrygginga.