Skip to main content
Frétt

Frítekjumark hækkar í 100.000 frá 1. júlí.

By 12. apríl 2008No Comments
Í baráttu ÖBÍ fyrir bættum kjörum öryrkja og virkrar þátttöku þeirra í samfélaginu, er þessi breyting m.a. í samræmi við áherslur bandalagsins.

Félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007. Lagt er til að á tímabilinu 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geti öryrkjar valið um að hafa 100.000 kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna eða telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar.

Þann 1. janúar 2009 er gert ráð fyrir að nýtt örorkumatskerfi hafi öðlast gildi og komi í stað þessa frítekjumarks.

Samkvæmt útreikningum Tryggingastofnun ríkisins, er áætlað að um 2.650 örorkulífeyrisþegar hafi ávinning af þessari breytingu. Nánar í frétt Félags- og tryggingamálaráðuneytis af málinu.