Skip to main content
Frétt

Frítt fyrir aðstoðarmann fatlaðra

By 17. ágúst 2010No Comments
á viðburði hjá sumum samstarfsaðilum midi.is

Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins, hefur að undanförnu kannað hjá samstarfsaðilum midi.is hvort greiða þurfi fyrir fylgdarmann/aðstoðarmann fatlaðs einstaklings. Svör eru farin að berast honum og eru já- og neikvæð.

Þeir sem rukka ekki inn fyrir fylgdar-/aðstoðarmann eru eftirtöld fyrirtæki:

  1. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19, 101 Rv. s. 585-1200
  2. Salurinn, Hamraborg 6, 200 Kópv. 570 0400
  3. Hr. Örlygur, tónleika- og viðburðahaldarar, Austurstræti 12, 101 Rv. s. 552-0380
  4. HSÍ (Handknattleikssamband Íslands), Engjavegi 6, 104 Rv. s. 514-4200
  5. KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands), Laugardal, 104 Rv.  s. 510-2900

Hafa þarf samband beint við þessi fyrirtæki ekki er hægt bóka beint í gegnum midi.is

ÖBÍ þakkar Guðjóni hans vinnu og vonar að fleiri svona góðar ábendingar berist sem gagnast okkar fólki.