Skip to main content
Frétt

Fróðlegt viðtal við starfsmenn ÖBÍ á Rás 1

By 24. júní 2010No Comments
Í þætti um fatlaða og öryrkja eru upplýsingar sem áhugavert er að hlusta á.

Edda Jónsdóttur er umsjónarmaður þáttaraðarinnar Harðgrýti fátæktar. Einn þáttanna fjallar um fatlaða og öryrkja.

Þar má meðal annars heyra áhugaverð og fræðandi viðtöl við starfsmenn ÖBÍ Guðríð Ólafsdóttur og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur sem fjalla um réttindamál, bótagreiðslur, skerðingar og tekjutengingar bóta sem og skerðingar lífeyrissjóða.

Rætt er við karl og konu, öryrkja, sem segja frá sinni reynslu.

Einnig er rætt við Guðnýju Björk Eydal og Stefán Ólafsson um stöðu fatlaðra og öryrkja þessa stundina og þróun sem orðið hefur en þau hafa unnið að rannsóknum varðandi  fatlaða og öryrkja um árabil.

Tengill á þáttinn á heimasíðu RÚV -Rás1 (opnast í nýjum vafra)