Skip to main content
Frétt

Frumvarp til breytingar á lögum

By 18. mars 2010No Comments
nýr kafli um hópmálsókn er lagður til í frumvarpi að lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991.

Til ÖBÍ hefur borist frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991 (hópmálsókn). Þskj. 701 — 393. mál. sem var lagt fram á Alþingi á dögunum.

„Ákvæði þessa nýja kafla taka til sérreglna um málsóknir í einkamálum fyrir íslenskum dómstólum af hálfu hóps aðila og til málsókna þar sem hópi manna er stefnt sameiginlega.“

Mikilvægt er að frumvörpin séu yfirfarin og umsagnir berist Alþingi fyrir 26. mars nk.  Vinna að umsögn er hafin á skrifstofu ÖBÍ.

Fulltrúar aðildarfélaga ÖBÍ eru hvattir til að kynna sér frumvarpið  sem og aðrir áhugamenn um málaflokkinn og senda ábendingar til Guðmundar Magnússonar formanns ÖBÍ fyrir 24. mars næstkomandi.