Skip to main content
Frétt

Frystingar og skerðingar á bótum almannatrygginga frá 2009.

By 1. desember 2011No Comments

starfsólk ÖBÍ hefur tekið saman yfirlit yfir breytingar á greiðslum samkvæmt 69. grein laga um
almannatryggingar nr. 100/2007.  

Þann 1. janúar 2009 hefðu lífeyrisgreiðslur átt að hækka um 19,9%,en einungis lítill hluti lífeyrisþega fékk þá hækkun, aðrir fengu 9,6%. Þann 1. júlí 2009 voru innleiddar í lög auknar skerðingar vegna tekna og lífeyrissjóðsgreiðslur tóku að skerða grunnlífeyri í fyrsta sinn í sögunni. Þann 1. janúar 2010 voru bætur frystar en hefðu átt að hækka um 10%. Enn hefðu bætur átt að hækka 1. janúar 2011 um 7% til viðbótar, en þrátt fyrir það voru þær frystar annað árið í röð, með þeirri einni undantekningu að bótaflokkurinn „sérstök framfærsluuppbót“ var hækkuð um 2,5%. Í júní 2011 hækkuðu bætur um 8,1% í samræmi við kjarasamning ASÍ og SA. Sú hækkun náði ekki að bæta upp áðurnefndar skerðingar. Með fjárlögum 2012 er ætlunin enn á ný að standa ekki við hækkun bóta samkvæmt 69. gr. laga um almannatryggingar með því að hækka bætur einungis um 3,5%. Sjá yfirlit í töflunni hér að neðan.

Dagsetning  Breyting   Prósentuhækkun eða frysting  Bætur hefðu þurft að hækka að lágmarki skv. 69.gr. ATL  Mismunurinn – hin eiginlega skerðing bóta 
 
1.janúar 2009 Bótaflokkar ATL og FLA              9,6%               19,9%             10,3%
               19,9%               19,9%               0
 1.júlí 2009  Auknar tekju-skerðingar: Skerðingarhlutfall tekjutryggingar var hækkað úr 38,5% í 45%.  Lífeyrissjóðstekjur fóru að skerða grunnlífeyri og bótaflokkinn „aldurs-tengd örorkuuppbót“  
1.janúar 2010 Bótaflokkar ATL og FLA*  Frysting                  10%             10%
1.janúar 2011 Bótaflokkar ATL og FLA Frysting    
  Sérstök framfærsluuppbót              2,5%    
1. júní 2011** Bótaflokkar ATL og FLA

8,1% (x7 mán)  eða  4,73%  (x12 mán).

                   7%             2,27%
1. janúar 2012 Bótaflokkar ATL og FLA                    8,4%***             4,9%
       Samtals           27,47%

*ATL: lög um almannatryggingar nr. 100/2007
*FLA: lög um félagslega aðstoð nr. 99/2007.
Sérstök framfærsluuppbót tilheyrir lögum um félagslega aðstoð (FLA).
**Hækkun í samræmi við kjarasamninga ASÍ og SA.
***Hækkun launavísitölu frá desember 2010 til októberloka 2011.

Um 69. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar:

Þar segir að „Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“.

Sérstök uppbót til framfærslu.

Sérstök uppbót til framfærslu var innleidd í september 2008 og var ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lágmarksframfærslu á mánuði. Ef allar skattskyldar tekjur lífeyrisþega, að meðtöldum tekjum frá TR, eru undir framfærsluviðmiði fær lífeyrisþegi mismuninn greiddan sem sérstaka uppbót til framfærslu. Allar staðgreiðsluskyldar greiðslur skerða sérstaka uppbót til framfærslu lífeyrisþega, krónu á móti krónu.
Þess skal getið að framfærsluuppbótin er ekki greidd úr landi og því skila hækkanir á þessum bótaflokki sér ekki til lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis.

Örorkulífeyrisþegar með greiðslur frá TR voru í september 2011 samtals 14.370.
Þar af fengu samtals 4.962 örorkulífeyrisþega (34,5%) greidda sérstaka framfærslu- uppbót. Einungis 273 örorkulífeyrisþegar voru með uppbótina óskerta, eða 1,9% af örorkulífeyrisþegum.

Nóvember 2011.