Skip to main content
Frétt

Fullt hús á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar

By 17. apríl 2009No Comments
Um 400 manns fylltu Gullteig á Grand hóteli þegar lokafundur ÖBÍ og Þroskahjálpar í fundarröðinn Verjum velferðina! var haldinn sl. miðvikudag þann 15. apríl.

Yfirskrift fundarins var Verjum velferðina – hvað er framundan? Þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðaherra og formaður Samfylkingarinnar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherraFulltrúar í pallborði Verjum velferðina 15.apríl 2009 og þingmaður Vinstir grænna og Þráinn Bertelsson, Borgarahreyfingunni höfðu framsögu. Einnig tóku þátt í pallborði varformaður ÖBÍ, Guðmundur Magnússon og formaður Þroskahjálpar, Gerður Aagot Árnadóttir.

Mikill fjöldi spurninga barst pallborði þar sem kallað var eftir svörum við málum eins og hækkun örorkubóta, táknmálstúlkun, textun efnis í sjónvarpi, greiðsluþaki í heilbrigðiskerfinu,  fjölgun búsetuúrræða,  lausnir til þansa þeim sem ekki hafa lengur efni á að leysa út lyf sín, svo fátt eitt sé talið.

Miklu magni spurninga var ósvarað við lok fundartíma, en loforð var tekið af fulltrúum flokkanna að svara þeim einnig, þær yrðu sendar þeim á næstu dögum í tölvupósti. Svörin verða svo birt á heimasíðu ÖBÍ.

Tengill á hljóðskrá fyrri funda fundarraðarinnar Verjum velferðin!