Skip to main content
Frétt

Fundargerð 12. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 27. september

By 13. febrúar 2019No Comments

Fundargerð 12. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 27. september 2018, kl. 16:00 – 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

 

1. Setning fundar.

Formaður setti fund kl. 16:05.

 

2. Fundargerð frá 11. september 2018.

Þar sem fundargerðin var ekki tilbúin var liðnum frestað.

 

3.   Aðalfundur ÖBÍ 2018. Ályktanir og fleira.

Samþykkt var að Hafsteinn Pálsson og Sigríður Jónsdóttir verði fundarstjórar á aðalfundi ÖBÍ 2018.

Málefnahópar bandalagsins hafa allir skrifað ályktanir sem sendar verða til stjórnar. Formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál lagði fram ályktun síns hóps og sér ályktun um starfsgetumat.

Umræður voru um hvort taka ætti áfram þátt í samráðshóp um endurskoðun almannatrygginga. Þuríður Harpa, formaður ÖBÍ er fulltrúi ÖBÍ í hópnum.

 

4.   Tvö trúnaðarbréf til stjórnar.

Tvö bréf bárust skrifstofu ÖBÍ, stíluð á stjórn. Í þeim báðum eru viðkvæmar upplýsingar. Samþykkt var að trúnaðarbréf sem berast skrifstofu ÖBÍ og stíluð eru á stjórn verði lesin upp á stjórnarfundum en ekki send stjórn með tölvupósti.

 

5.   Næsti fundur.

Næsti stjórnarfundur er áætlaður fimmtudaginn 25. október. Næstu stjórnarfundir þar á eftir eru áætlaðir fimmtudagana 1. nóvember og 13. desember.

 

6. Önnur mál.

a) Framboð til varaformanns.

Halldór Sævar Guðbergsson býður sig fram til endurkjörs í varaformannssætið.

 

b) Gestur á aðalfundi.

Frímann Sigurnýasson verður ekki fulltrúi síns félags á aðalfundi, en hann mun mæta sem stjórnarmaður. Hann hefur málfrelsi og tillögurétt á aðalfundinum, þar sem hann kemur á fundinn sem stjórnarmaður en ekki almennur gestur.

Formaður þakkaði þeim stjórnarmönnum sem ekki verða áfram í stjórn góð störf.

 

Fundi var slitið kl. 19:44.

 

Fundarritari,

Þórný Björk Jakobsdóttir.