Skip to main content
Frétt

Fundargerð 7. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 5. apríl 2018

By 10. janúar 2019No Comments

Fundargerð 7. fundar stjórnar ÖBÍ fimmtudaginn 5. apríl 2018

kl. 16:00 – 18:30 haldinn í Ólafsstofu, Sigtúni 42, Reykjavík.

1.   Setning fundar.

Formaður setti fund kl. 16:06. Dagskrá fundarins var samþykkt.

2.   Fundargerð frá 15. mars 2018.

Fundargerðin var samþykkt.

3.   Skýrsla formanns.

Skýrslan var send til fulltrúa fyrir fundinn. Einnig var sagt frá því að mikil óánægja væri með 5 ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, formaður mætti í fjölmiðla og gagnrýndi hana.

Umræða var um hvort að skipta ætti um endurskoðanda. Samþykkt var að Guðmundur Snorrason, PWC yrði áfram endurskoðandi ÖBÍ.

4.   Úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBÍ – Tillaga framkvæmdaráðs.

Tillaga um að styrkveitingum til aðildarfélaga ÖBÍ verði frestað var felld. Tillaga framkvæmdaráðs að styrkjum til aðildarfélaga ÖBÍ var samþykkt.

5.   Úthlutun sérstakra styrkja ÖBÍ – Tillaga framkvæmdaráðs.

28 aðilar sóttu um styrki og var tillaga framkvæmdaráðs um styrkveitingar samþykkt.

6.   Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ.

Beðið var um tilnefningar í undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ, sem samanstendur af 7 manns. Samþykkt var að skipa eftirtalda aðila í nefndina:

Elín Hoe Hinriksdóttir, ADHD samtökunum

Fríða Rún Þórðardóttir, Astma- og ofnæmissamtökum Íslands

Helga Magnúsdóttir, Sjálfsbjörg lsh.

Margrét Haraldsdóttir, Félagi nýrnasjúkra

Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélagi

Valur Höskuldsson, MND félaginu á Íslandi

Vignir Ljósálfur Jónsson, HIV Íslandi

7.   Tillögur Svavars lagðar fram til kynningar.

Tvær tillögur Svavars, varðandi aðgengi að viðburðum á vegum ÖBÍ og skráningu siðareglna ÖBÍ, voru sendar stjórn fyrir fundinn. Samþykkt var að málefnahóp ÖBÍ um aðgengismál verði falið að fara yfir aðgengistillöguna, kanna hvers konar aðgengi þurfi að vera til staðar á viðburðum almennt til að þeir séu aðgengilegir öllum og kynna niðurstöður hópsins fyrir stjórn. Samþykkt var að fresta umræðu um skráningu siðareglna ÖBÍ til næsta stjórnarfundar.

8.   Önnur mál.

a) Skipun í nefndir árið 2018.

Kallað var eftir tilnefningum í þær nefndir og stjórnir sem skipa þarf í árið 2018. Ef fleiri en ein tilnefning bárust var kosið um viðkomandi. Eftirfarandi var samþykkt:

List án landamæra

Einn aðalmaður og einn varamaður til tveggja ára.

Aðalmaður:   Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, Sjálfsbjörg lsh.

Varmaður:     Rósa Ragnarsdóttir, Blindrafélaginu

Almannarómur

Einn aðalmaður og einn varamaður til tveggja ára.

Aðalmaður:   Ingólfur Már Magnússon, Heyrnarhjálp

Varamaður:   Svavar Kjarrval, Einhverfusamtökunum

TMF Tölvumiðstöð

Einn aðalmaður og einn varamaður til eins árs.

Framkvæmdaráði var falið að ganga frá skipaninni því engin tilnefning barst.

Öldrunarráð

Einn aðalmaður og einn varamaður á aðalfund Öldrunarráðs.

Aðalmaður:   Kolbrún Stefánsdóttir, Heyrnarhjálp.

Framkvæmdaráði var falið að finna varamann.

Almannaheill

Þrír aðalmenn og þrír varamenn á aðalfund Almannaheilla.

Aðalmenn: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

Dóra Ingvadóttir, Gigtarfélagi Íslands.

Framkvæmdaráði var falið að finna varamenn.

Fundi var slitið kl. 18:53.

Fundarritari,

Þórný Björk Jakobsdóttir.