Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 1. júlí 2010

By 2. nóvember 2010No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn fimmtudaginn 1. júlí 2010, í Hátúni 10, 9. hæð, kl. 17.00-19.00.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar:

Blindrafélagið, Halldór Sævar Guðbergsson
Daufblindrafélag Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir
FAAS, María Th. Jónsdóttir
Félag CP á Íslandi, Örn Ólafsson
Félag lesblindra á Íslandi, Guðmundur S. Johnsen
Félag nýrnasjúkra, Jórunn Sörensen
Geðverndarfélag Íslands, Kjartan Valgarðsson
Geðhjálp, Einar Kvaran
Gigtarfélag Íslands, Emil Thóroddsen
Heyrnarhjálp, Málfríður D. Gunnarsdóttir
HIV-Ísland, Ingi Hans Ágústsson
Hugarfar, Rakel Róbertsdóttir
LAUF, Ólafur Ragnarsson
Málbjörg, Sveinn Snær Kristjánsson
MND-félag Íslands, Ægir Lúðvíksson
MS-félag Íslands, Ingibjörg Sigfúsdóttir
Samtök sykursjúkra, Sigríður Jóhannsdóttir
SEM, Guðmundur Magnússon
SÍBS, Frímann Sigurnýasson
Sjálfsbjörg, Grétar Pétur Geirsson
Stómasamtök Íslands, Jón Þorkelsson
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Sturla Þengilsson
Tourette-samtökin á Íslandi, Sigrún Gunnarsdóttir
Umsjónarfélag einhverfra, Eva Hrönn Steindórsdóttir

Starfsfólk ÖBÍ:

Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Þórný Björk Jakobsdóttir, starfsmaður skrifstofu

Fundargerð

1. Formaður setur fund – fulltrúar kynna sig.

Formaður setti fund kl. 17.05 og bað fundarmenn að kynna sig.

2. Fundargerð frá 22. júní 2010 borin upp til samþykktar. (Fylgiskjal 1)

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3. Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2010 / ráðstöfun hagnaðar frá árinu 2009. (Fylgiskjöl 2 og 3)

Formaður sagði frá hugmyndum framkvæmdastjórnar um hækkun á fjárhagsáætlun 2010, hækkunin skiptist á neyðarsjóð 5 milljónir kr., aðra styrki 5 milljónir kr. og fjárhæð til lánveitinga 10 milljónir kr. Einn liður í fjárhagsáætlun gæti heitið lán, svo að þeim peningum sem áætlaðir eru til lána verði ekki varið í annað.

Spurt var hvort verið væri að fresta vanda Hringsjár, á að tryggja áframhaldandi rekstur eða hætta strax?
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður stjórnar Hringsjár svaraði því til að Hringsjá gegni miklu og dýrmætu hlutverki í starfsendurhæfingu fatlaðra og að árangur starfsins sé mjög góður. Um 70 til 85% nemenda halda áfram í skóla. Í gangi eru samningaviðræður við VIRK. Sumarið reynist Hringsjá alltaf erfitt því engar greiðslur koma inn yfir sumartímann en starfsmenn eru í heilsárs starfi.

Hækkun á fjárhagsáætlun var samþykkt samhljóða, með öllum greiddum atkvæðum.

4. Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður haldinn í september. Nánari upplýsingar síðar.

5. Önnur mál.

a) Styrkveitingar til aðildarfélaga.

Formaður sagði frá því að útbúið hefði verið blað yfir styrkveitingar til aðildarfélaga. Þar kemur fram upphæð sem sótt var um, úthlutun, félagafjöldi og verkefni sem sótt var um styrk fyrir. Blaðið hefur verið sent til aðildarfélaganna.

Þakkað var fyrir blaðið og beðið um að styrkbeiðnir næsta árs verði kynntar á þennan hátt.

b) Tillaga að námskeiði í fundarsköpum.

Örn, CP félaginu afhenti formanni eftirfarandi tillögu:

„Tillaga til framkvæmdastjórnar:
Ég geri það að tillögu minni að haldið verði námskeið ætlað aðal- og varafulltrúum í aðalstjórn.
Farið verði yfir skipulag og stjórnsýslu ÖBÍ og helstu atriði í fundarsköpum og fundarstörfum.
Örn Ólafsson, fulltrúi CP félagsins.“

c) Friðlýsing gönguleiða.

Sturla Þengilsson, styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra vakti athygli á friðlýsingu gönguleiðar Vatnajökuls. Hugmyndin er að loka vegaslóðum eins og Vonarskarði fyrir bílaumferð og helga fótgangandi fólki. Þetta gerir það að verkum að fatlaðir eiga erfiðara með að ferðast um landið. Spurði hvort ÖBÍ eigi að hafa skoðun á málinu? ÖBÍ gæti til dæmis barist fyrir því að fá merki fatlaðra á ökutæki sem eru uppi á fjöllum. Viðkomandi bíll má þá keyra þar sem sérstakt leyfi gildir um akstur.

Menn voru almennt sammála um að mótmæla ætti takmörkuðu aðgengi fatlaðra að landinu. Nefnt var að hægt væri að benda á, t.d. í ályktun, að hreyfihamlaðir séu brautryðjendur í notkun vistvænnar orku í akstri og endurnýtanlegri orku.

Málinu var vísað til ferlinefndar til umræðu og afgreiðslu.

Formaður sleit fundi kl. 17.40.

Fundarritari, Þórný Björk Jakobsdóttir.