Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 10. mars 2010

By 2. nóvember 2010No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn í Hátúni 10, 9. hæð, miðvikudaginn 10. mars 2010, kl. 17.00-19.00.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar:

Albert Ingason, SPOEX
Björn Tryggvason, Málbjörg
Bryndís Snæbjörnsdóttir, Daufblindrafélaginu
Brynhildur Arthúrsdóttir, LAUF
Emil Thóroddsen, Gigtarfélaginu
Fanney Pétursdóttir, Félagi nýrnasjúkra
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Blindravinafélaginu
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Kvennahreyfingu ÖBÍ
Halla B. Þorkelsson, Heyrnarhjálp
Halldór S. Guðbergsson, Blindrafélaginu
Hjördís Anna Haraldsdóttir, félagi heyrnarlausra
Ingibjörg Sigfúsdóttir, MS félaginu
Jón Ari Ingólfsson, Umsjónarfélagi einhverfra
Jón Þorkelsson, Stómasamtökunum
Kristín Michelsen, Hugarfari
Lárus R. Haraldsson, Geðhjálp
Sigurður Þór Sigurðsson, Ás, styrktarfélagi
Snorri Már Snorrason, Parkinssonsamtökunum
Snævar Ívarsson, Félagi lesblindra
Svavar G. Jónsson, HIV-Íslandi
Þórdís Bjarnadóttir, Málefli
Ægir Lúðvíksson, MND félaginu
Örn Ólafsson, CP félaginu
Áheyrnarfulltrúar aðildarfélaganna:
Erna Arngrímsdóttir, Geðhjálp
Guðjón Sigurðsson, MND félaginu
Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Kvennahreyfingu ÖBÍ
Klara Geirsdóttir, CP félaginu
Kristinn H. Einarsson, Blindrafélaginu
Ómar Geir Bragason, Samtökum sykursjúkra

Gestir fundarins:

Guðrún Hannesdóttir, faghóp ÖBÍ um starfs og örorkumat
Hallgrímur Guðmundsson, félags- og tryggingamálaráðuneytinu
Sveinbjörg Pálsdóttir, félags- og tryggingamálaráðuneytinu

Starfsfólk ÖBÍ:

Anna Guðrún Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
Bára Snæfeld, upplýsingafulltrúi
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi

Fundargerð

Fylgiskjöl með fundargerð:

  1. Dagskrá fundarins
  2. Glærur Hallgríms Guðmundssonar
  3. Glærur Sveinbjargar Pálsdóttir
  4. Glærur Guðrúnar Hannesdóttir
  5. Drög að starfshæfnimati

1. Formaður setur fund – fulltrúar kynna sig.

Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ bauð fundarmenn velkomna og bað þá að kynna sig. Sagði málefni fundarins mikilvægt og að aðildarfélögin fylgist vel með þróun mála.

2. Kynning á drögum að nýju örorku- eða starfshæfnismati.

Hallgrímur Guðmundsson, sérfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneyt-inu, Sveinbjörg Pálsdóttir, stjórnsýsluráðgjafi hjá Indevelop og Guðrún Hannesdóttir fulltrúi ÖBÍ í faghópi um nýtt örorkumat kynntu drögin.

Glærur sem notaðar voru á fundinum verða sendar til aðalstjórnarfulltrúa eftir fundinn.
Hallgrímur kynnti drög að nýju örorku- eða starfshæfnismati. Hann sagði að ákveðin vinna væri farin af stað, t.d. breyting á bótakerfinu og fleira en væri styttra komin á öðrum sviðum. Þetta er mál sem snertir mjög marga og verður ekki komið á nema með víðu samstarfi. Aðalatriði þarf að setja skýrt fram. Í heilbrigðiskerfinu eru lyf t.d. hækkuð en kostnaðurinn kemur fram annars staðar. Móta þarf stefnu í þessu máli til að fólk vinni að sameiginlegum markmiðum.

Skilgreina á málið meira út frá notandanum. Dýrt er að þurfa að gera hlutina upp á nýtt ef farið var of geist í byrjun og mistök eiga sér stað. Einnig þarf kerfið að vera þannig að hægt sé að breyta því þegar á þarf að halda. Eitt af því sem hefur verið rætt um er hugtakið „Eitt samfélag fyrir alla“ í tengslum við fötlun og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Aðgerðaáætlun þarf að vera til um framkvæmdina.

Þjónustukerfi þarf að skoða sérstaklega, svo sem sérskóla, öldrunarmál, VIRK og almannatryggingakerfið. Flækjustigið í og milli þessara stofnana er of mikið. Samhæfa þarf þjónustukerfin svo að þau vinni í þágu notandans. Greina þarf þörfina, hafa ákveðna gæða- og öryggisstefnu og síðan er hægt að meta árangurinn. Virkt eftirlit þarf að vera með þjónustuaðilum.

Starfshæfnimatið verður mjög breytilegt milli einstaklinga, sumir verða t.d. metnir með 50% starfshæfni og þá ætti viðkomandi að geta verið í hálfu starfi og fengið bætur á móti. Annar einstaklingur gæti verið metinn með 90% starfshæfnimat og þá væri líklegt að hann yrði hvattur til að vera á vinnumarkaði eða í námi og þyrfti ekki á bótum að halda. Þjónustustigið þarf að vera rétt metið strax í byrjun þannig að viðkomandi fái strax þá þjónustu sem hann þarf og á réttum stað. Þarfamat er háð breytingum hjá einstaklingi og breytingum í umhverfi.

Mælir starfshæfnimatið allt rétt? Það þarf að sjá það fyrirfram hvað hugsanlega gæti farið úrskeiðis, t.d. með því að halda fundi með þeim aðilum sem að málinu koma svo að sem flest sjónarmið komist í umræðuna. Nauðsynlegt er að mælitækið sé áreiðanlegt og óháð því hver mælir. Verið er að koma á hópum til prófunar og þeir látnir meta sama einstakling til að sjá hvernig tækið virkar.

Félagslegt stuðningsnet þarf til að hvetja til atvinnuþátttöku. Kerfið á að vera fyrir alla og hvetja til þess að fólk fari af bótum og inn á vinnumarkað, nám eða annað sem er hvetjandi til þátttöku í samfélaginu.
Sveinbjörg ræddi um drög að starfshæfnismati sem Guðrún Hannesdóttir hefur unnið að. Nefnd forsætisráðherra um starfsendurmat kynnti skýrslu árið 2007 og var það fyrsta aðkoma Sveinbjargar að þessu starfi en hún var fengin til að meta hugmyndir nefndarinnar og koma þeim í ákveðinn farveg.
Í kerfinu er talað um að ákveðinn einstaklingur fylgi viðkomandi í gegnum allt ferlið. Matsferli skiptist niður í þrjú stig, sem síðan verða að vinna saman. Fyrsta stig heitir grunnmat (grunnupplýsingar og virkni), ráðgjafi og einstaklingur vinna það saman. Upplýsingar um einstaklinginn eru fengnar á því stigi. Matið er svipað því sem nú er notað við örorkumat, þ.e. mat fagaðila, lækna, sjúkraþjálfara o.fl. aðila. Mikilvægt er að ferlið í gegnum þessi þrjú kerfi verði heildrænt. Allir þurfa að fá sömu þjónustu og það sé ekki munur á þjónustu eftir því hjá hverjum einstaklingur lendir, þó að kerfið verði einstaklingsmiðað. Greint verður á milli þjónustuþarfa og stoðþjónustu, s.s. hjálpartæki o.fl.

Spurt var hvað gerðist ef einstaklingur fer ekki í gegnum öll stigin, heldur fari strax á stig 2 þannig að viðkomandi fái þjónustu á því stigi sem hann þarf.

Guðrún Hannesdóttir benti á að hugsunin á bak við grunnstigið væri að vinna með valdeflandi hætti, þ.e. að viðkomandi nái í samvinnu með ráðgjafanum tímabundið ákveðna lausn til að hann geti farið í nám, vinnu eða annað sem hentar viðkomandi. Guðrún sagði að grunnmatið væri mjög mikilvægt og þá sérstaklega stoðþjónustuþátturinn.

Spurt var fyrir hvern kerfið yrði? Verða þeir metnir aftur sem eru nú þegar komnir með mat eða gildir þetta bara fyrir nýja einstaklinga?

Sveinbjörg sagði það pólitíska ákvörðun. Hugtakið starfshæfnismat gæti einnig verið kallað þátttökumat. Matið er mjög víðtækt og á að hvetja til að einstaklingur verði virkur í samfélaginu á þann hátt sem hentar honum best, hvort sem það er með því að sinna sinni fjölskyldu á heimilinu, eða í vinnu. Vinnuveitendaþátturinn verði aukinn.

Hallgrímur sagði að hugsunin um nýtt kerfi væri þannig að þeir sem eru í núverandi kerfi geti farið yfir í nýja kerfið ef þeir vilja það. Leggur áherslu á að traust verði byggt upp til að þetta nýja kerfi verði vandað og virkt. Slíkt fæst með opinni umræðu. Vinnumarkaður hefur félagslega ábyrgð og skyldur.

Nefnt var að við vitum hvað við höfum nú, en ekki hvað við fáum með nýju kerfi. Til að fólk með skerðingu geti unnið þarf ríkið að greiða aukakostnað, s.s vegna hjálpartækja á vinnustað eða þjónustu, en ekki fyrirtækið sjálft.

Hallgrímur svaraði því til að gert væri ráð fyrir að áfallatryggingasjóður komi að því að greiða hjálpartækjakostnað og sérþjónustu en ekki einstaklingurinn sjálfur eða fyrirtæki sem hann vinnur hjá. Varðandi þátttöku í samfélaginu og umhverfisþáttinn þá er stuðst við IFC flokkunarkerfið. Áður hefur verið bent á að umhverfisþáttinn vantar inn og unnið er að því.

Nefnt var að húsmæðrastörf væru mikilvægustu störfin. Skoða þarf matstækið, hvort það er betra en áður, ef ekki, til hvers þá að skipta um kerfi? Skorað var á kerfisfólk að skoða nýjar leiðir, ekki setja fólk í kassa og auka þyrfti samvinnu ráðuneyta. Spurt var hver tímaramminn væri, hvernig menn sjái þetta fyrir sér á næsta ári?

Hallgrímur sagði að það ætti ekki að setja fólk í kassa með þessu nýja kerfi. Hugsunin er að byrja um næstu áramót með einhverjum hætti en náttúrulega ekki í heild. Akkilesarhællinn er að það skortir trú og traust. Það er samstarf á milli ráðuneyta og það er verið að auka samráð milli aðila, s.s. spítala, heilsugæslustöðva, ráðuneyta o.fl.

Formaður þakkaði fyrir ágæt erindi, sagði að greinilega væri langt í land en mörg spennandi tækifæri og margt byggt á sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun. Mikilvægt er að aðgreining verði á framfærsluþættinum annarsvegar og hinsvegar aðstoðinni. Mikilvægt er að koma á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) samhliða nýju kerfi. Hann kom með tillögu um að þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta mál myndi hóp. Búið er að fá grunninn en það þarf að vinna þetta enn betur.

3. Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður 14. apríl nk. Rædd verður yfirfærsla á málefnum fatlaðra og geta aðalstjórnarfulltrúar tekið með sér aukafulltrúa.

4. Önnur mál.

Ekkert var tekið fyrir undir liðnum önnur mál.

Fundi slitið kl. 19:15.

Fundarritarar; Anna Guðrún Sigurðardóttir og Þórný Björk Jakobsdóttir