Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 12. febrúar 2014

By 5. nóvember 2014No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn miðvikudaginn 12. febrúar 2014, kl. 17.00 – 19.00 í Hátúni 10, 9. hæð, Reykjavík.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar

ADHD samtökin – Ellen Calmon
Ás styrktarfélag – Karl Þorsteinsson
Blindravinafélag Íslands – Gísli Helgason
CCU samtökin – Hrönn Petersen
Einhverfusamtökin – Sigríður Sigurjónsdóttir
FAAS – Svava Aradóttir
Félag CP á Íslandi – Klara Geirsdóttir
Félag heyrnarlausra – Bernharð Guðmundsson
Félag lesblindra – Guðmundur S. Johnsen
Félag nýrnasjúkra – Björn Magnússon
FSFH – Jón Gunnar Jónsson
Geðhjálp – Sveinn Rúnar Hauksson
Geðverndarfélag Íslands – Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir
Gigtarfélag Íslands – Emil Thóroddsen
Heilaheill – Þórir Steingrímsson
Heyrnarhjálp – Ingólfur Már Magnússon
HIV Ísland – Ingi Hans Ágústsson
Hugarfar – Hallfríður Sigurðardóttir
LAUF, félag flogaveikra – Helga Sigurðardóttir
Málbjörg – Ivon Stefán Cilia
Málefli – Kristján Geir Fenger
ME félag Íslands – Jóna Hrafnborg Kristmannsdóttir
MND félag Íslands – Ægir Lúðvíksson
MS félag Íslands – Ingveldur Jónsdóttir
Parkinsonsamtökin á Íslandi – Guðbjörn Jónsson
Samtök sykursjúkra – Ómar Geir Bragason
SEM samtökin – Guðmundur Magnússon
SÍBS – Sveinn Guðmundsson
Sjálfsbjörg – Hannes Sigurðsson
Spoex – Erna Arngrímsdóttir
Stómasamtök Íslands – Jón Þorkelsson
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra – Kristín Björnsdóttir

Áheyrnarfulltrúi Kvennahreyfingar ÖBÍ

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Starfsfólk ÖBÍ

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Þórný Björk Jakobsdóttir
Margrét Ögn Rafnsdóttir

Fundargerð

1. Formaður setur fund – fulltrúar kynna sig.

Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, setti fund kl. 17:00 og bauð fundarmenn velkomna. Formaður lagði til að Erna Arngrímsdóttir yrði fundarstjóri og Klara Geirsdóttir tímavörður. Samþykkt. Fulltrúar kynntu sig.

2.  Fundargerð frá 15. janúar 2014 borin upp til samþykktar.

Svava Aradóttir, FAAS, sagðist ekki hafa athugasemdir við fundargerðina sem slíka en óskar eftir öðrum vinnubrögðum varðandi fundargerðir og vill ræða það undir liðnum önnur mál.

Sveinn Rúnar Hauksson, Geðhjálp, sagði að tillaga hans hefði verið felld með 14 atkvæðum gegn 4 en ekki 15 gegn 4 eins og stendur í fundargerð. Fundargerðin verður lagfærð miðað við þá athugasemd.

Fundargerðin var samþykkt.

3.  Á döfinni – skýrsla formanns.

Formaður flutti skýrslu sína. (Skýrslan fylgir fundargerðinni sem viðhengi.)

Umræður og fyrirspurnir.

Í umræðum kom fram að á málþingi ÖBÍ föstudaginn 7. febrúar var talað um 4 flokka, fólk í vinnu, námi, atvinnuleit og í dagþjónustu. Stór hópur gleymist sem á nóg með sig sjálf, er t.d. með heimili, lítið barn eða veika foreldra. Ekki má falla í þá gryfju að telja að allir geti tekið þátt. Hluti af starfsgetu getur verið eigin umhirða eða heimili. Varað var við ákveðnum málflutningi og málnotkun eins og að tala um geðsjúkt fólk.

4.  Kynning á starfsemi aðildarfélaga ÖBÍ.

a) Gigtarfélag Íslands.

Emil Thóroddsen kynnti. Félagar í Gigtarfélaginu eru 5009. Gigtarfélagið rekur gigtarmiðstöð í Ármúla, Reykjavík. Þar er endurhæfing, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun, áhugahópar hittast og jafningjafræðsla á sér stað. Boðið er upp á hópþjálfun og ráðgjöf tvisvar í viku. Haldin eru námskeið og fræðslufundir. Landshlutadeildir eru starfandi. Hlutverk þeirra er að vera tengiliður um fræðslu og ráðgjöf, vera í forsvari um hagsmunamál í héraði og hafa frumkvæði að atburðum.

Gigt er einn helsti heilsufarsvandi nútímans og skiptir snemmgreining miklu máli. Kröftug lyfjameðferð á réttum tíma, rétt hreyfing og hugarfar bætir líðan. Íslenska samheitið gigt nær yfir 135 sjúkdóma, þeir sem flestir þekkja eru slitgigt, vefjagigt og liðagigt. Markmið félagsins er að bæta lífsgæði fólks. Meðal annars þarf að vinna að handaðgengi, því að gigtin eyðileggur hendur, t.d. er mjög erfitt að opna ýmsar umbúðir og lyfjabox.

Upplýsingum er komið til fólks í gegnum heimasíðu og er tímarit um gigt gefið út tvisvar á ári. Samstarf er við norðurlandaþjóðirnar og hefur norræna gigtarráðið verið helsta uppspretta hugmynda og framkvæmda. Evrópskt samstarf hefur aukist gríðarlega.

Umræður.

Í umræðum kom fram að til að viðhalda rekstrinum þurfa nettótekjur að vera 80 til 85 milljónir. Stöðugildi voru 10 en eru komin niður í 6,3, starfsmenn eru 12. Starf félagsráðgjafa var skorið niður og starfshlutfall verkefnastjóra hefur minnkað. Rétt rúmlega 15% Íslendinga eru með gigt. Allt sem félagið gerir er opið öllum, hvort sem það eru félagsmenn eða aðrir.

Kaffi 17:55 – 18:05

5.  Tillögur að breyttum reglum um úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBí. Framhald.

Jón Þorkelsson, Stómafélaginu, fór yfir tillögur að breyttum reglum.

Sveinn Guðmundsson, SÍBS, dreifði breytingartillögum SÍBS og Gigtarfélagsins. Tillögurnar eru tvær. Í þeirri fyrri er lagt til að fyrsti liður breytist þannig að flokkarnir verði 7 í stað 6 og að 6. liður breytist í samræmi við það. Breytingar á upphæðum liðanna miðast við að tillögur nefndarinnar sem vann að breyttum reglum verði samþykktar.

6. liður var: Félög með 2501 eða fleiri félagsmenn geta sótt um 1.400.000 kr. 6. liður verður: Félög með 2501-4500 félagsmenn geta sótt um 1.440.000 kr. 7. liður bætist við og verður: Félög með 4501 eða fleiri félagsmenn geta sótt um 1.790.000 kr.

Ástæða tillögunnar er sú að innan SÍBS og Gigtarfélagsins er umræða um að aðildarfélög þeirra sæki um aðild beint að ÖBÍ í stað þess að vera með aðild í gegnum sín regnhlífasamtök eins og nú er.

Í þeirri seinni er lagt til að reglurnar verði endurskoðaðar að ári liðnu í stað þriggja ára. Tillaga nefndarmanna hljóðar þannig: Reglur þessar skal endurskoða að þremur árum liðnum, fyrir úthlutun árið 2017. Tillaga SÍBS og Gigtarfélagsins hljóðar þannig: Reglur þessar skal endurskoða að ári liðnu fyrir úthlutun 2015.

Ástæða tillögunnar er að skoða eigi reglurnar betur áður en þær festast í sessi.

Umræður.

Í umræðum kom fram að ekkert félag er í hópnum 2501-4500 félagsmenn. Nefnt var að mun erfiðara væri að reka minni félögin og að þessi hækkun kæmi niður á sértæku styrkjunum.

Styrkur ÖBÍ til SÍBS deilist á 6 aðildarfélög, það minnsta er rétt rúmlega 100 manns og það stærsta er rétt rúmlega 3000 manns. Þessi félög reka sig sjálf, velta SÍBS fer til reksturs Reykjalundar og slíkrar starfsemi en ekki til félaganna.

Stjórnarmenn SÍBS og Gigtarfélagsins eiga erfitt með að skilja af hverju stoppað er við 2501 félagsmann þegar tvö félög innan ÖBÍ eru fjölmennari. Dreifingin ætti að ná til allra aðildarfélaga bandalagsins og upplifun stjórna félaganna er að þeim sé ýtt til hliðar. Eftir sem áður fá minni félögin hlutfallslega hærri fjárhæð miðað við félagafjölda, en bilið skv. breytingartillögunni verður ekki eins mikið og það er skv. núgildandi reglum.

Atkvæðagreiðsla.

Breytingartillaga númer 1 var borin undir atkvæði. 9 voru með og 16 andvígir.

Breytingartillaga númer 2 var borin undir atkvæði. 3 voru með og 19 andvígir.

Tillögur nefndarinnar í heild sinni voru borin undir atkvæði. 26 voru með og 2 andvígir.

Emil Thóroddsen, Gigtarfélaginu, lagði fram eftirfarandi bókun: Ég mótmæli því að lægri mörk viðmiða um félagsmenn (flokkar) við úthlutun styrkja til grunnreksturs nái einungis til 1 til 2.501 félagsmanns. Sanngjarnara væri í ljósi raunverulegrar dreifingar félagsmanna eftir félögum í Bandalaginu og framsetningu flokkanna að lægri mörk viðmiða næðu frá 1 til 4.501 félagsmanns.

6.  Tilnefning í starfshóp til að kanna grundvöll og áhuga aðildarfélaga ÖBÍ á samstarfi um erlent hjálparstarf.

Formaður sagði frá því að 9 tilnefningar hefðu borist frá 7 aðildarfélögum. Kvörtun barst frá einu félagi um að frestur til tilnefninga væri of skammur og lagði formaður því til að liðnum yrði frestað til næsta fundar.

Umræður.

Bent var á að til stæði að kanna grundvöll aðildarfélaga til að sinna erlendu hjálparstarfi, en ekki væri verið að ákveða hvort að þátttaka skuli hafin að nýju og því væri tillaga formanns óþörf. Óþarfi væri að draga málið enn frekar á langinn.

Svava Aradóttir, FAAS, ætlaði að taka til máls undir öðrum málum en málið tengist þessum lið. Hún er ósátt við að hafa ekki fengið fundargerð frá aðalstjórnarfundi 15. janúar 2014 áður en bréf kom um ákvörðun framkvæmdastjórnar að tilnefna í þessa nefnd. Til að hægt sé að leggja málið fyrir stjórn félagsins þarf fundargerð að vera til staðar, þar sem fram koma ástæður málsins. Hún telur óásættanlegt að bíða í 3 vikur eftir fundargerð og biður um að því verði breytt. Finnst vera farið of geyst og er mótfallin því að nefndin verði stofnuð á þessum fundi, og að keyrt sé svona yfir þá sem byggja upp ÖBÍ.

Formaður sagði að skrifstofan muni breyta vinnubrögðum sínum og að fundargerðir muni berast aðildarfélögum eigi síðar en 3 virkum dögum eftir aðalstjórnarfundi. Starfshópnum er ætlað að koma með tillögu um það hvort fara eigi í erlent hjálparstarf og skoða það í víðara samhengi.

Kosið var um tillögu formanns um að fresta kosningunni. 14 voru með og 8 á móti. Tillagan var samþykkt og verður kosningu nefndarinnar frestað til næsta aðalstjórnrafundar 2. apríl 2014.

7.  Önnur mál.

a)    Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður miðvikudaginn 2. apríl. Tvö félög hafa skráð sig með kynningu, LAUF og FAAS. Ef fleiri félög vilja halda kynningu á næstunni eru þau beðin um að hafa samband við skrifstofu.

b)   Málefni Landspítala.

Hrönn Petersen, CCU samtökunum, sagði að málefni Landspítala væru eitt af hagsmunamálum síns félags. Gott væri ef ÖBÍ og aðildarfélög sem áhuga hafa á þessu máli stofni málefnahóp til að styðja við bakið á starfsfólki og spítalanum.

8. Fundarslit.

Formaður sleit fundi kl. 19:10.

Fundarritari: Þórný Björk Jakobsdóttir.