Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 14. apríl 2010

By 2. nóvember 2010No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn í Hátúni 10, 9. hæð, miðvikudaginn 14. apríl 2010, kl. 17.00 – 19.30.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar:

Björk Þórarinsdóttir, ADHD samtökunum
Brynhildur Arthúrsdóttir, LAUF
Emil Thóroddsen, Gigtarfélaginu
Eydís Sveinbjarnardóttir, Geðverndarfélaginu
Friðjón Erlendsson, Daufblindrafélaginu
Frímann Sigurnýasson, SÍBS
Garðar Sverrisson, MS-félaginu
Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg
Guðbjörg Kristín Eríksdóttir, Kvennahreyfingunni
Guðjón Sigurðsson, MND-félaginu
Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félagi heyrnarlausra
Jón Ari Ingólfsson, Umsjónarfélagi einhverfra
Jón Þorkelsson, Stómasamtökunum
Jórunn Sörensen, Félagi nýrnasjúkra
Kristinn R. Einarsson, Blindrafélaginu
Kristín Michelsen, Hugarfari
Lárus R. Haraldsson, Geðhjálp
María Th. Jónsdóttir, FAAS
Pétur Ágústsson, MG-félaginu
Sigríður Jóhannsdóttir, Samtökum sykursjúkra
Sigurður Þór Sigurðsson, Ás styrktarfélagi
Snorri M. Snorrason, Parkinssonsamtökunum
Sturla Þengilsson, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
Þórunn S. Eiðsdóttir, FSFH
Örn Ólafsson, CP-félaginu
Áheyrnarfulltrúar aðildarfélaganna:
Klara Geirsdóttir, CP-félaginu
Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sjálfsbjörg
Þóra Guðmundsdóttir, MND-félaginu

Starfsfólk ÖBÍ:

Anna Guðrún Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
Bára Snæfeld, upplýsingafulltrúi
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi
Þórný Björk Jakobsdóttir, starfsmaður skrifstofu

Fundargerð:

Fylgiskjöl með fundargerð:

  1. Fundargerð frá 24. febrúar 2010.
  2. Fundargerð frá 10. mars 2010.
  3. Skipulagsskrá Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins frá 1965.
  4. Drög að skipulagsskrá Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins.

1. Formaður setur fund – fulltrúar kynna sig.

Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, bauð fundarmenn velkomna og bað fólk um að kynna sig.

2. Fundargerðir frá 24. febrúar og 10. mars sl. (Fylgiskjöl 1 og 2)

Fundargerðir samþykktar.

3. Yfirfærsla á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

Formaður sagði að mikill hugur væri í mönnum að yfirfærslan verði um næstu áramót en sér ekki hvernig það ætti að ganga upp þar sem lagaumhverfi er ábótavant.

Fundarmenn ræddu um möguleika á frestun yfirfærslunnar en trúlega verður af henni fyrr eða síðar. Mikilvægt ver að starfshópur ÖBÍ, sem skipaður hefur verið til að fara yfir málið, fái tíma til að klára sína vinnu. Að því loknu geti bandalagið myndað sér afstöðu í málinu, sett fram sín markmið og kröfur vegna yfirfærslunnar. Einnig voru menn almennt sammála um að NPA yrði að vera með í yfirfærslunni og þá er nauðsynlegt að þjónustan verði ekki minni en hún er núna og veitt á sömu forsendum alls staðar.

Fjármagn þarf að fylgja einstaklingum og sveitarfélagakjarnar þurfa að vera það stórir að þeir geti sinnt verkefninu. Aðildarfélögin voru hvött til að senda inn athugasemdir um þingsályktunartillögu um NPA sem liggur fyrir á Alþingi.

4. Staðfesting nýrrar skipulagsskrár Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins samkvæmt lögum um sjálfseignarstofnanir nr. 33/1999. (Fylgiskjöl 3 og 4)

Lárus R. Haraldsson, Geðhjálp, óskaði eftir að afgreiðslu skipulagsskrár verði frestað þar sem aðildarfélögunum hefur ekki gefist nógu góður tími til að kynna sér hana.
Atkvæði voru greidd um tillögu Lárusar.

Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 6, nei sögðu 12. Tillagan var því felld.

Garðar Sverrisson, formaður Brynju hússjóðs, kynnti skipulagsskrána. Gamla skipulagsskráin er frá 1965 og staðið hefur til lengi að uppfæra hana til samræmis við lög um sjálfseignarstofnanir.

Spurt var um starfshóp ÖBÍ sem fjallar um húsnæðismál og hvernig sú vinna gangi? Garðar svaraði því til að starf húsnæðishópsins breyti því ekki að nauðsynlega þurfi að gera breytingar á skipulagsskránni. Formaður sagði að húsnæðishópurinn væri að störfum, fundi þétt og að skýrsla verði væntanlega lögð fram í vor.

Frímann Sigurnýasson, SÍBS, lagði til að þriggja manna hópur verði skipaður til að fara yfir skipulagsskrána og að málið verði afgreitt eftir að hann hefur lokið störfum. Í hópnum myndu eiga sæti einn aðili frá Brynju, einn frá framkvæmdastjórn og einn frá aðalstjórn.

Formaður lagði til að aðildarfélögum yrði gefinn kostur á því að koma með athugasemdir við nýja skipulagskrá fyrir mánaðarmót. Þær verða síðan sendar til aðildarfélaga 10 dögum fyrir næsta aðalstjórnarfund sem verður fyrir miðjan maí. Málið verði afgreitt á þeim fundi. Tillagan var samþykkt.

5. Kynning á niðurstöðu nefndar á hugtakinu „félagi“ innan ÖBÍ.

Jórunn Sörensen formaður nefndarinnar kynnti niðurstöður hennar. Nefndin lagði fram eftirfarandi ályktun:
„Á aðalstjórnarfundi ÖBÍ 24. febrúar sl. voru Halla B. Þorkelsson frá Heyrnarhjálp, Ingi Hans Ágústsson frá HIV á Íslandi, Jón Þorkelsson frá Stórmasamtökunum og Jórunn Sörensen frá Félagi nýrnasjúkra skipuð í nefnd sem fékk það verkefni að skilgreina hugtakið félagi. Nefndin var skipuð í framhaldi af því að á þeim fundi voru samþykktar reglur við úthlutun styrkja ÖBÍ til aðildarfélaga bandalagsins en í reglunum er kveðið á um að styrkir til grunnreksturs fari meðal annars eftir fjölda skráðra félaga hvers aðildarfélags.
Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að það að skilgreina hver telst félagi í aðildarfélögum ÖBÍ væri ekki í verkahring bandalagsins. Í landinu ríkir félagafrelsi enda segir í 74. grein stjórnarskrár landsins:

ÚR STJÓRNARSKRÁ LÝÐVELDISINS ÍSLANDS

74. grein

Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.
Rétt eiga menn á að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi til þess.
Það er alfarið á valdi hvers félags að setja skilyrði fyrir því hverjir geta talist félagar. Til þessa hefur ÖBÍ ekki gert athugasemdir við tölur yfir félagsmenn sem hvert aðildarfélag bandalagsins hefur gefið upp. Það sem breytist við gildistöku fyrrnefndra úthlutunarreglna er aðeins það að nú skulu skrár yfir félagsmenn vera samkeyrðar þjóðskrá til þess að fyrirbyggja að látnir einstaklingar séu skráðir félagar. Þannig telst hver sá sem skráður er í félagaskrá einhvers aðildarfélags ÖBÍ, vera félagi, samkvæmt þeirri skilgreiningu sem notuð er við úthlutun styrkja bandalagsins til aðildarfélaga sinna.
Nefndin telur að ekki eigi að greiða atkvæði um málið á aðalstjórnarfundi ÖBÍ þar sem sú atkvæðagreiðsla er fyrirfram marklaus.

Þessi ályktun var gerð á fundi nefndarinnar 22. mars 2010.“

Formaður þakkaði nefndinni starfið og voru niðurstöðurnar samþykktar með lófaklappi.

6. Laganefnd kosin.

Tillaga var lögð fram um að eftirtaldir einstaklingar sitji í nýrri laganefnd ÖBÍ. Ágústa Gunnarsdóttir, Daufblindrafélagi Íslands, Erna Arngrímsdóttir, Geðhjálp, Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg lsf., Ívar Pétur Guðnason, Félagi nýrnasjúkra, Kristinn Halldór Einarsson, Blindrafélaginu, Sigríður Jóhannsdóttir, Samtökum sykursjúkra og Björn Ólafur Hallgrímsson, SÍBS.

Samþykkt samhljóða.

7. Önnur mál.

a) Húsnæðismál Félags nýrnasjúkra.

Jórunn Sörensen, Félagi nýrnasjúkra, las upp tölvupóst frá félaga í Félagi nýrnasjúkra sem býr úti á landi. Viðkomandi þarf að koma reglulega í bæinn vegna sjúkdóms síns og þarf á húsnæði að halda á meðan á læknisheimsóknum stendur. Vandamálið er að Félag nýrnasjúkra á ekkert húsnæði sjálft en hefur unnið að því að vinna þessu máli framgang meðal annars með fyrrverandi formanni, Halldóri Sævari Guðbergssyni, og leitar nú stuðnings núverandi formanns.

8. Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður haldinn i maí nk.

Fundi slitið kl. 19:30.

Fundarritarar: Anna Guðrún Sigurðardóttir og Þórný Björk Jakobsdóttir.