Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 16. desember 2009

By 1. mars 2010No Comments

Miðvikudaginn 16. desember 2009, kom aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) saman til fundar á Grand hótel Reykjavík. Fundur var boðaður kl. 17.00. Fundi stýrði formaður ÖBÍ, Guðmundur Magnússon.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar

Brynhildur Arthúrsdóttir, LAUF
Emil Thóroddsen, Gigtarfélaginu
Friðjón Erlendsson, Daufblindrafélaginu
Bryndís Snæbjörnsdóttir, fylgdarmaður DBFÍ
Frímann Sigurnýasson, SÍBS
Garðar Sverrisson, MS-félaginu
Grétar P. Geirsson, Sjálfsbjörg
Guðbjörg J. Sigurðardóttir, Blindravinafélaginu
Halla B. Þorkelsson, Heyrnarhjálp
Halldór S. Guðbergsson, Blindrafélaginu
Heiðdís D. Eiríksdóttir, Félagi heyrnarlausra
Ingi H. Ágústsson, HIV-Íslandi
Ingibjörg Karlsdóttir, ADHD samtökunum
J. Ari Ingólfsson, Umsjónarfélagi einhverfra
Jón Þorkelsson, Stómasamtökunum
Jórunn Sörensen, Félagi nýrnasjúkra
Kristín Ármannsdóttir, FSFH
Kristín Michelsen, Hugarfari
Kristján Haraldsson, Málbjörgu
María Th. Jónsdóttir, FAAS
Sigríður Jóhannsdóttir, samtökum sykursjúkra
Snorri M. Snorrason, Parkinsonssamtökunum
Sturla Þengilsson, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
Þorbera Fjölnisdóttir, áheyrnarfulltrúi Kvennahreyfingar ÖBÍ
Þórdís Bjarnadóttir, Málefli
Ægir Lúðvíksson, MND-félaginu
Örn Ólafsson, CP-félaginu

Starfsfólk ÖBÍ

Anna G. Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
Bára Snæfeld, upplýsingafulltrúi
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Sigríður H. Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi
Þórný B. Jakobsdóttir, starfsmaður skrifstofu

1. Formaður setur fund – fundarmenn kynna sig

Nýr formaður ÖBÍ, Guðmundur Magnússon, bauð fundarmenn velkomna og bað þá að kynna sig. Ákveðið var að fresta áður kynntum lið, ViVe verkefninu, fram á næsta fund í janúar.

2. Fundargerð 7. október borin upp til samþykktar

Ægi Lúðvíkssyni, MND félaginu, fannst fundagerðin ekki vera nógu beitt miðað við umræður á fundinum. Að öðru leyti var fundargerðin samþykkt samhljóða.

3. Skýrsla formanns

Guðmundur Magnússon, formaður, flutti skýrslu formanns.

Spurt var hvort vinna væri hafin við faglegt hagsmunat á því hvort hagsmunum félagsmanna ÖBÍ verði betur borgið með aðild Íslands að ESB eða ekki sem samþykkt var á síðasta aðalfundi, þann 24. október 2009? Formaður svaraði því til að áður en vinnan hefst verður m.a. rætt við Stefán Ólafsson.

Nefnt var að jákvætt væri að endurútgefa bókina „Aðgengi fyrir alla“ en breyta ætti nafni bókarinnar í „Aðgengi eru mannréttindi“. Jafnframt var bent á að fólk ruglast á þeim hugtökum sem notuð eru yfir notendastýrða aðstoð og því ætti að finna eitt skilgreint hugtak.

4. Tillaga nefndar um reglur við úthlutun styrkja ÖBÍ til aðildarfélaga

Jón Þorkelsson, Stómasamtökunum, kynnti tillögu nefndarinnar.

Nefndin leggur megináherslu á að aðildarfélög séu virk og félagaskrá sé reglulega uppfærð. Gert er ráð fyrir að árleg styrkupphæð frá ÖBÍ verði um 50 milljónir og að hægt verði að sækja um styrki að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Styrkirnir skiptast í tvennt, rekstrarstyrki og styrki til verkefna, t.d. útgáfu, funda eða meiri háttar viðhalds. Upphæð rekstrarstyrkja fari eftir fjölda félagsmanna. Hámarksstyrkur yrði 3,5 milljónir á félag, félög geta ekki fengið hámarksstyrk nema tvö ár í röð. Framkvæmdastjórn ÖBÍ hafi umsjón með því að styrkir hafi verið nýttir eins og fram kemur í styrkumsókn og getur hafnað styrkveitingu eða lækkað styrki hafi svo ekki verið.

Í umræðum kom fram að styrkir eru ekki greiddir út fyrr en ársskýrsla og ársreikningar félaganna hefðu borist ÖBÍ. Sú venja er viðhöfð í dag og því er ekki um breytingu að ræða. Skiptar skoðanir voru um hvort rétt væri að hafa rekstrarstyrk sem sér lið. Nefnt var að þetta yrði væntanlega eitthvað sem allir myndu sækja um og fá sjálfkrafa og þá þyrfti að skoða rekstrarform félaganna en eins væri hægt að sækja um styrki til reksturs undir verkefnum. Rökin á móti eru að stærri félögin eiga hugsanlega auðveldara með að fá styrki og mörg minni félögin reiða sig að miklu leyti á fjárframlög frá ÖBÍ og því er ákveðið öryggi að hafa fasta fjárhæð. Einnig var nefnt hvort rétt væri að hafa eftirlit með aðildarfélögum, t.d. með mætingu eins og fram kemur í tillögunni.

Jón Þorkelsson sagði varðandi fundarskyldumætingu á aðalstjórnarfundi að nefndinni hefði fundist rétt að hafa eftirlit með því þar sem mæting á fundi væri mjög misjöfn, t.d. hefðu aðeins mætt 21 fulltrúi af 34 á síðasta aðalstjórnarfund.

Menn voru ekki á einu máli hvernig fara eigi með félagaskrár, því mjög mismunandi er eftir félögum hverjir eru skráðir fullgildir félagar og þar af leiðandi er oft erfitt að meta í raun fjölda félagsmanna svo sanngjarnt megi teljast. Skilgreina þarf hverjir teljist félagsmenn.

Sturla Þengilsson, kom með tillögu um að bæta við síðustu setninguna í lið 2: Félög geta ekki fengið hámarksstyrk nema tvö ár í röð, þó aldrei meira en þrefaldan hámarksstyrk á hverju 4 ára tímabili.

Halldór Sævar Guðbergsson lagði til að málið færi til aðildarfélaganna til umsagnar og yrði klárað á næsta aðalstjórnarfundi í janúar.

Sigríður Jóhannsdóttir kom með tillögu um að bæta við lið 1: Félög með fleiri en 1000 félagsmenn fá upphæð hærri en 350.000, sem jafnar styrki til grunnreksturs.

Ákveðið var að félögin hefðu tillögurnar í huga við skoðun á málinu og þær yrðu teknar upp aftur á næsta aðalstjórnarfundi. Vilji nefndarinnar er sá að styrkjum 2010 verði ekki úthlutað fyrr en afgreiðslu málsins lýkur.

Formaður sagðist vilja að umræða um þessi mál færi fram innan raða félaganna og að málið yrði afgreitt á fundi í janúar nk.

5. Skipun fulltrúa í laganefnd ÖBÍ

Beðið var um að aðildarfélögin tilnefndu í nefndina. Sjö aðilar voru kosnir út frá þeim lista. Halla B. Þorkelsson, Heyrnarhjálp, benti á að Daníel G. Björnsson hefði á aðalfundinum gefið kost á sér til starfa í nefndinni og vildi að nafni hans yrði bætt inn á listann. Fimm aðilar fengu örugga kosningu í fyrri umferð en kjósa varð aftur um tvö sæti því fjórir fengu sama atkvæðafjölda.

Eftirtalin voru kjörin í laganefnd ÖBÍ, 7 manns:

 • Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélagi Íslands,
 • Erna Arngrímsdóttir, Geðhjálp,
 • Guðrún Haraldsdóttir, MND félaginu
 • Ívar Pétur Guðnason, Félagi nýrnasjúkra
 • J. Ari Ingólfsson, Umsjónarfélagi einhverfra
 • Stella Guðmundsdóttir, Hugarfari
 • Ágústa Gunnarsdóttir, Daufblindrafélagi Íslands

6.Skipun fulltrúa í afmælisnefnd vegna 50 ára afmælis ÖBÍ árið 2011

Aðildarfélögin höfðu tilnefnt í afmælisnefnd. Halldór Sævar Guðbergsson bað um að Gísla Helgasyni yrði bætt inn í tilnefningar í afmælisnefnd.

Eftirtalin voru kjörin í afmælisnefnd ÖBÍ vegna 50 ára afmælis bandalagsins 2011:

 • Brynhildur Arthúrsdóttir, LAUF
 • Emil Thóroddsen, Gigtarfélagi Íslands
 • Gréta Jónsdóttir, ADHD-samtökunum
 • Ómar Geir Bragason, Samtökum sykursjúkra
 • Eva Hrönn Steinþórsdóttir, Umsjónarfélagi einhverfra

Spurt var af hverju fleiri væru í laganefnd en afmælisnefnd? Formaður svaraði því til að meiri vinna lægi á laganefndinni og að afmælisnefnd væri framkvæmda-nefnd sem fengi utanaðkomandi fólk til aðstoðar við sig.

7. Fjárhagsáætlun kynnt og umræður um hana

Gjaldkeri ÖBÍ, Grétar Pétur Geirsson, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun bandalagsins fyrir árið 2010. Áætlunin var lögð fyrir fundinn til kynningar og verður afgreidd á næsta fundi. Umræður voru um áætlunina og svöruðu gjaldkeri og formaður spurningum.

8. Næsti aðalstjórnarfundur

Tillaga er um 20. janúar með fyrirvara um túlkaþjónustu. Samþykkt samhljóða.

9. Önnur mál

a) Varðandi kosningar

Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, bað um að þegar kosið væri á fundum bandalagsins verði það gert með leynilegri kosningu og kjörseðlar gerðir frambærilegir fyrir blinda og sjónskerta. Einnig benti hann á að betra væri ef þeir sem gæfu kost á sér í störf fyrir bandalagið myndu kynna sig með einhverjum hætti.
Tekið var undir þetta og þeim sem ætluðu að gefa kost á sér í embætti sem kosið er um á aðalfundum bandalagsins var bent á að koma kynningum á sjálfum sér og sínum hugsjónum til kjörnefndar eða skrifstofu bandalagsins.

b) Nafn Öryrkjabandalags Íslands

Örn Ólafsson, CP-félaginu, sagði að marka mætti ímynd bandalagsins betur, t.d. hvað varðar nafn þess.

Formaður tók undir að skoða þyrfti þetta nánar.

Fundi slitið kl. 19:40.

Fundarritarar: Anna G. Sigurðardóttir og Þórný Björk Jakobsdóttir.