Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 23. nóvember 2011

By 6. janúar 2012No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn í Hátúni 10, 9. hæð, miðvikudaginn 23. nóvember 2011, kl. 17.00-19.00.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar:

ADHD samtökin – Björk Þórarinsdóttir
Ás, styrktarfélag – Guðrún Gunnarsdóttir
Blindrafélagið – Halldór Sævar Guðbergsson
Blindravinafélagið – Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir
FAAS – Svava Aradóttir
Félag CP á Íslandi – Örn Ólafsson
Félag heyrnarlausra – Hjördís Anna Haraldsdóttir
Félag nýrnasjúkra – Jórunn Sörensen
Fjóla – Ágústa Eir Gunnarsdóttir
FSFH – Ásta Björk Björnsdóttir
Gigtarfélag Íslands – Kristín Magnúsdóttir
HIV-Ísland – Ingi Hans Ágústsson
Hugarfar – Sigríður Ósk Einarsdóttir
LAUF – Helga Sigurðardóttir
Málbjörg – Benedikt Benediktsson
Málefli – Þóra Sæunn Úlfsdóttir
MG félag Íslands – Pétur Halldór Ágústsson
MS-félagið – Garðar Sverrisson
Parkinsonsamtökin – Guðbjörn Jónsson
Samtök sykursjúkra – Ómar Geir Bragason
SÍBS – Frímann Sigurnýasson
Sjálfsbjörg – Grétar Pétur Geirsson
SPOEX – Albert Ingason
Stómasamtökin – Jón Þorkelsson
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra – Vilmundur Gíslason
Umsjónarfélag einhverfra – Sigríður Sigurjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúi Kvennahreyfingar ÖBÍ:

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Starfsfólk ÖBÍ:

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Anna Guðrún Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Bára Snæfeld, upplýsingafulltrúi
S. Hafdís Runólfsdóttir, ferlimálafulltrúi
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi
Sigurjón Unnar Sveinsson, lögfræðingur
Þórný Björk Jakobsdóttir, ritari

Fundargerð

1.  Varaformaður setur fund – fulltrúar kynna sig.

Hjördís Anna Haraldsdóttir, varaformaður ÖBÍ bauð fundarmenn velkomna og bað menn um að kynna sig. Áður en varaformaður setti fundinn óskaði hún eftir heimild fyrir aukafulltrúa frá Gigtarfélaginu að sitja fundinn þar sem hvorki aðal- eða varamaður komust. Samþykkt að Kristín Magnúsdóttir sæti fundinn í þeirra stað.

2.  Fundargerð frá 13. október 2011 borin upp til samþykktar.

Tilkynnt var að ein athugasemd hefði borist og var fundargerðin borin upp með þeirri breytingu. Fundargerð samþykkt.

3.  Skýrsla varaformanns.

Varaformaður tilkynnti að hún yrði í 45% starfshlutfalli hjá bandalaginu tímabundið vegna veikindaleyfis formanns. Störf hennar verða m.a. fólgin í því að sækja fundi og ýmsa viðburði f.h. bandalagsins en formaður sinnir því sem hann getur, t.d. að svara síma og tölvupóstum. Varaformaður hefur setið fundi í viðskipta- og efnahagsnefnd, velferðarnefnd og fleiri nefndum. Umsögn hefur verið send frá bandalaginu vegna greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði. Útgáfuhátíð bókar um sögu bandalagsins var haldin 14. nóvember sl. en þá var jafnframt sett sögusýning bandalagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður hún til sunnudagsins 4. desember nk.  Aðildarfélögin fá eina bók og dvd disk með kvikmynd um ÖBÍ. Bókin verður jafnframt seld í bókabúðum. Hægt er að nálgast bókina og dvd diskinn á heimasíðu ÖBÍ. Fundaröð ÖBÍ um landið er lokið og mun Hrefna K. Óskarsdóttir verkefnisstjóri fara yfir hvernig til tókst á næsta eða þar næsta aðalstjórnarfundi.

Spurt var hvaða mál væri á verksviði tveggja nefnda?

Framkvæmdastjóri svaraði að það tengdist lyfjakostnaði, banna átti apótekum að veita afslætti á lyfjum til einstaklinga því ríkið ætlaði að njóta góðs af afslættinum. Ákveðið hefur verið að fresta þessu í tvö ár og hugsanlega að hætta við.  Heimilid átti að vera fyrir því að lyfjagjald væri lægra fyrir börn, öryrkja og aldraða en nú hefur verið ákveðið að gjaldið skuli vera lægra. Umsögn ÖBÍ um málið verður send til aðildarfélaganna.

4.  Helstu verkefni skrifstofu ÖBÍ.

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ kynnti störf sín.

Hjá ÖBÍ eru 10 starfsmenn í 9, 25 stöðugildum. Mikið er um fundi nefnda, starfshópa, bakhópa og samráðsfundi. Einnig eru tveir norrænir fundir á ári. Helstu verkefni framkvæmdastjóra í ár voru: Fundir, gerð fjárhagsáætlana, afmælisár ÖBÍ, saga bandalagsins, kvikmynd um bandalagið og stækkun skrifstofu ÖBÍ. Stefnt er að því að stækka skrifstofu bandalagsins og verður skrifstofan í núverandi húsnæði næstu 3-4 ár. Lilja sagði að fyrr um daginn hefði komið beiðni um umsögn vegna bandorms í tengslum við lög um almannatryggingar og félagslega þjónustu. Almenn hækkun er 3,5 % sem við teljum of lágt, fjárhæðir bóta hækka ekki, t.d. barnalífeyrir, umönnunargreiðslur, bifreiðakostnaður og frítekjumörk eru fryst.

Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi kynnti störf sín.

Upphaflega var félagsmálafulltrúi meira í samstarfi við aðildarfélögin en sér nú einstaklingsmál, framtalsaðstoð og aðstoðar fólk við að leita réttar síns. Hún situr í ýmsum nefndum og ráðum fyrir bandalagið, s.s. velferðarvaktinni, er starfsmaður Kvennahreyfingar ÖBÍ og námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur.

Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi kynnti störf sín.

Verkefni félagsráðgjafa eru m.a. mál sem tengjast framfærslu og kærur til úrskurðarnefndar almannatrygginga og umboðsmanns Alþingis. Einstaklingsmálum hefur fjölgað mikið frá 2008. Samstarf er við réttindagæslumenn, mannréttindaskrifstofu o.fl. Sigríður kemur að gerð umsagna um lagafrumvörp, er í starfshóp um endurskoðun almannatrygginga og stjórnar bakhópi ÖBÍ um sama mál. Mörg mál tengjast búsetu Íslendinga á hinum Norðurlöndunum þar sem fólk fær ekki bætur héðan vegna búsetu erlendis né frá því landi sem það bjó í eins og lög gera ráð fyrir. TR hefur synjað fólki um örorkumat því að örorka er tilkomin fyrir flutning til Íslands. Lífeyrissjóðir lækka endurmat hjá fólki úr 100%  í 75 % án rökstuðnings.

Sigurjón Unnar Sveinsson, lögfræðingur ÖBÍ.

Verkefni lögfræðings eru tvíþætt, annars vegar varðandi núgildandi lög og hins vegar verðandi lög. Sigurjón sinnir einstaklingsráðgjöf annan hvern mánudag og sér um mögulegt áframhald mála, t.d. kæru til viðkomandi stjórnvalds. Þegar prófmál finnst sem tengist sérstökum húsaleigubótum þá verður farið með það í gegnum kerfið og eins varðandi búsetu fólks erlendis. Daníel hefur unnið að skerðingarmálum, m.a. hvort hægt sé að skerða bætur vegna eingreiðslu skaðabóta. Tekur þátt í bakhópi um almannatryggingar. Sigurjón óskaði eftir ábendingum eða athugasemdum frá félögunum vegna löggjafar almennt.

Sigríður Hafdís Runólfsdóttir, ferlimálafulltrúi ÖBÍ.

Er starfsmaður ferlinefndar. Aflar tengsla og upplýsinga um ferlimál, skrifar umsagnir og athugasemdir varðandi ferlimál. Ráðgjafaþáttur hefur aukist við sveitarfélög, ferlinefndir, aðildarfélög, fyrirtæki og einkaaðila. Skrifar umsagnir vegna ýmissa mála. Er fulltrúi ÖBÍ í nefndum er tengjast ferlimálum. Hvatti félögin til að hafa samband ef eitthvað er hægt að aðstoða félögin varðandi aðgengismál.

Bára Snæfeld, upplýsingafulltrúi ÖBÍ.

Er með ritstjórn og umsjón með heimasíðu ÖBÍ, ársskýrslu, upplýsingagjöf til aðildarfélaga, starfsmaður Hvatningarverðlauna ÖBÍ ásamt aðalumsjón með aðalfundi o.fl. Mikilvægt er að aðildarfélögin hafi samband og leiðrétti villur sem leynst gætu í upplýsingum um fulltrúa ÖBÍ á heimasíðu bandalagsins. Tvö rafræn eyðublöð eru komin á heimasíðuna, annað tengist Hvatningarverðlaunum ÖBÍ og hitt Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur.

Umræður.

Garðar Sverrisson, MS-félaginu sagði að í ljósi núverandi aðstæðna hefði verið nauðsynlegt að nota þennan aðalstjórnarfund til umræðu um fjárlögin og viðbrögð við þeim. Fundarmenn voru almennt sammála Garðari.

Jórunn Sörensen, félagi nýrnasjúkra nefndi að 1. janúar 2010 gengu í gegn lög um að lifandi nýragjafi fær hluta af launum greidd sem miðast við tapað starfshlutfall.  Hinsvegar ef íslendingar búa á Norðurlöndunum og gefa nýra til íslendinga á Íslandi fá þeir ekki greidd laun.

Frímann Sigurnýasson, SÍBS spurði þriggja spurninga. Er framreikningur til 67 ára úr lífeyrissjóði fyrir þá sem flytja frá Noregi til Íslands eða hvernig standa þeir einstaklingar? Fólk með sykursýki á að fá lyf og hjálpartæki ókeypis, hefur eitthvað verið gert til að tryggja þann rétt? Verður leyfð bílaumferð fyrir fatlaða um Vatnajökulsþjóðgarð eða hvernig á að leysa það mál? Þar sem ekki fengust svör við þessum spurningum á fundinum verða þau send skriflega.

5.  Reglur um úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBÍ – endurskoðun.

Varaformaður lagði til að skipuð yrði þriggja manna nefnd sem skoðar þær breytingatillögur sem borist hafa og lagar þær að núverandi reglum um úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBÍ þar sem ekki gafst tími til umræðna.  Nefndin mun leggja fram niðurstöður sínar á aðalstjórnarfundi í desember svo að aðildarfélögin geti kynnt sér tillögurnar og þær verði afgreiddar á aðalstjórnarfundi í janúar 2012. Guðbjörn Jónsson, Jón Þorkelsson, Frímann Sigurnýasson og Ingi Hans Ágústsson gáfu kost á sér í nefndina. Samþykkt.

6.  Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður haldinn á Grand hóteli fimmtudaginn 8. desember, kl. 17-19.

7.  Önnur mál.

a)  Frá Blindrafélaginu – greinargerð og tillaga.

Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu lagði fram eftirfarandi tillögu:

ÖBÍ fái Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands til að gera rannsókn á hvernig búseta fatlaðra einstaklinga, skoðað eftir aldri, fötlun, fjölskylduaðstæðum og tekjum, skiptist niður á sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Einnig verði leitast við að svar því hvað ræður mestu um búsetuval.          

Tillagan var samþykkt með meirihluta atkvæða.

b)  Framfærsla fatlaðra.

Jórunn Sörensen, félagi nýrnasjúkra lagði fram tillögu félagsins varðandi mælingu á sérstökum framfærslukostnaði. Ákveðið var að safna frekari upplýsingum um kostnað og vísa málinu til framkvæmdastjórnar til frekari úrvinnslu.

c) Afmæli Samtaka sykursjúkra.

Ómar Geir Bragason, Samtökum sykursjúkra tilkynnti að haldið yrði upp á afmæli Samtaka sykursjúkra á Grand hótel föstudaginn 25. nóvember og allir væru velkomnir.

d) Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ.

Þar sem skila þurfti umsögn um bandorm fjárlagafrumvarpsins fimmtudaginn 24. nóvember var ákveðið að skrifa ályktun sem send yrði fjölmiðlum og alþingismönnum ásamt því að neyðarfundur yrði haldinn í framkvæmdastjórn.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Fundur aðalstjórnar Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 23. nóvember 2011, mótmælir harðlega þeim alvarlegu skerðingum á kjörum öryrkja sem fyrirhugaðar eru af hálfu Ríkisstjórnar Íslands og birtast m.a. í frumvarpsdrögum Velferðarráðuneytisins. Öryrkjabandalagið krefst þess að ríkisstjórnin hverfi þegar í stað frá áformum sínum um enn frekari árásir á lífskjör öryrkja fjórða árið í röð. Örykjabandalagið hvetur öryrkja og aðra landsmenn til að fylgjast grannt með framvindu mála næstu daga og vikur.

Fundi slitið kl. 19.50

Fundarritarar

, Anna Guðrún Sigurðardóttir og Þórný Björk Jakobsdóttir.