Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 24. febrúar 2010

By 2. nóvember 2010No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn í Hátúni 10, 9. hæð, miðvikudaginn 24. febrúar 2010, kl. 17.00-19.30.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar:

Árni Þór Birgisson, Málbjörg
Björk Þórarinsdóttir, ADHD samtökunum
Bryndís Snæbjörnsdóttir, Daufblindrafélaginu
Brynhildur Arthúrsdóttir, LAUF
Emil Thóroddsen, Gigtarfélaginu
Frímann Sigurnýasson, SÍBS
Grétar Pétur Geirsson, Sjálfsbjörg
Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Blindravinafélaginu
Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Kvennahreyfingunni
Guðmundur Magnússon, SEM samtökunum/formaður ÖBÍ
Halla B. Þorkelsson, Heyrnarhjálp
Halldór S. Guðbergsson, Blindrafélaginu
Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Félagi heyrnarlausra
Ingi Hans Ágústsson, HIV-Íslandi
Ingibjörg Sigfúsdóttir, MS félaginu
Jón Þorkelsson, Stómasamtökunum
Jórunn Sörensen, Félagi nýrnasjúkra
Kjartan Valgarðsson, Geðverndarfélaginu
Kristín Ármannsdóttir, FSFH
Lárus S. Haraldsson, Geðhjálp
María Th. Jónsdóttir, FAAS
Rakel Róbertsdóttir, Hugarfari
Sigríður Jóhannsdóttir, Samtökum sykursjúkra
Sigrún Gunnarsdóttir, Tourette samtökunum
Sigurður Þór Sigurðsson, Ás styrktarfélagi
Snorri Már Snorrason, Parkinssonsamtökunum
Snævar Ívarsson, Félagi lesblindra
Vilmundur Gíslason, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
Ægir Lúðvíksson, MND félaginu
Örn Ólafsson, CP félaginu

Starfsfólk ÖBÍ:

Anna Guðrún Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
Bára Snæfeld, upplýsingafulltrúi
Guðríður Ólafsdóttir, félagsmálafulltrúi
Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi
Þórný Björk Jakobsdóttir, starfsmaður skrifstofu

Fundargerð

Fylgiskjöl með fundargerð:

 1. Fundargerð frá 20. janúar 2010.
 2. Tillaga að reglum við úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBÍ.
 3. Tillaga að reglum við úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBÍ með útskýringum.
 4. Stærðarflokkun aðildarfélaga ÖBÍ eftir mismunandi leiðum.
 5. Útreikningur til fróðleiks á stærð aðildarfélaga.
 6. Viljayfirlýsing ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.

1. Formaður setur fund – fulltrúar kynna sig.

Formaður setti fund kl. 17:05 og bað fulltrúa að kynna sig.

2. Fundargerð frá 20. janúar sl. borin upp til samþykktar. (Fylgiskjal 1)

Fundargerðin var samþykkt samhljóða.

3.Skýrsla formanns.

Formaður flutti skýrslu sína.

4.Tillaga að reglum við úthlutun styrkja til aðildarfélaga ÖBÍ auk breytingartillagna lögð fram til afgreiðslu. (Fylgiskjal 2 til 5)

Blaðsíða 1 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkja-nefndar:
Til þess að félag geti sótt um styrk til starfsemi sinnar skal það halda félagaskrá sem er samkeyrð við þjóðskrá og varðveitt af ÖBÍ eða öðrum aðila sem er jafnhæfur.
Allar tölur í þessum tillögum eru miðaðar við að úthlutað sé 50 milljónum króna í heildina. Þar af sé um 20% af fjárhæðinni úthlutað samkvæmt lið 1 en um 80% samkvæmt lið 2.

Tillaga nr. 1.

Tillaga Gigtarfélagsins og Tourette félagsins var um að önnur málsgrein falli út. Í staðinn komi: Miða skal við að um 20% af styrkfjárhæð hvers árs verði úthlutað samkvæmt lið 1 og um 80% samkvæmt lið 2.

Atkvæði: Já sögðu 8, nei sögðu 9. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 2.

Tillaga MS félags Íslands var um að önnur málsgrein hljóði svo: Miða skal við að um 50% af styrkfjárhæð hvers árs verði úthlutað samkvæmt lið 1 og um 50% samkvæmt lið 2.

Atkvæði: Já sögðu 2, nei sögðu 12. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 3.

Tillaga MND félagsins var um að taka út fyrstu setningu annarrar málsgreinar og setja nýja setningu í staðinn. Önnur málsgrein hljóði svo: Styrkupphæð skal ákvarðast af aðalstjórn ÖBÍ eftir tillögu frá framkvæmdastjórn ÖBÍ ár hvert. Þar af sé um 20% af fjárhæðinni úthlutað samkvæmt lið 1 en um 80% samkvæmt lið 2.

Atkvæði: Já sögðu 5, nei sögðu 8. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 4.

Tillaga nefndar um styrkveitingu var um að önnur málsgreinin færðist, eins og hún stendur, undir Almenn ákvæði.

Atkvæði: Já sögðu 4, nei sögðu 3. Tillagan var því samþykkt.

Atkvæði um tillöguna í heild á bls. 1: Já sögðu 11, nei sagði 1. Tillagan var því samþykkt.

Tillöguna í heild með áorðnum breytingum má sjá í fylgiskjali.

Blaðsíða 2 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkjanefndar:
1.Styrkir til grunnreksturs (sími, tölvukostnaður, heimasíða, ritföng o.fl.): Félög geta sótt um rekstrarstyrki samkvæmt eftirfarandi:

 1. Félög með 250 félagsmenn eða færri geta sótt um 200.000. krónur.
 2. Félög með 251-500 félagsmenn geta sótt um 250.000. krónur.
 3. Félög með fleiri en 500 félagsmenn geta sótt um 350.000 krónur.

Tillaga nr. 5.

Tillaga CP félagsins var að fella niður liði 1, 2 og 3 og setningin hljóði svo: Félög geta sótt um 350.000. krónur.

Atkvæði: Já sögðu 8, nei sögðu 13. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 6.

Tillaga nefndar um styrkveitingu og Félags nýrnasjúkra var samhljóða. Tillagan var um breytingu á fjölda félagsmanna í liðum 1, 2 og 3:
1)Félög með 100 félagsmenn eða færri geta sótt um 200.000. krónur.
2)Félög með 101-1000 félagsmenn geta sótt um 250.000. krónur.
3)Félög með fleiri en 1000 félagsmenn geta sótt um 350.000. krónur.

Atkvæði: Já sögðu 11, nei sögðu 8. Tillagan var því samþykkt.

Ekki var kosið um tillögur númer 7 til 11 þar sem tillögur númer 5 og 6 þóttu ganga lengra en þær.

Atkvæði um tillöguna í heild á bls. 2: Já sögðu 14, nei sögðu 6. Tillagan í heild var því samþykkt.

Tillöguna í heild með áorðnum breytingum má sjá í fylgiskjali.

Neðst á blaðsíðu 2 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkjanefndar:
Styrkir samkvæmt tölulið 1 eru háðir því að félagið uppfylli þrjú af eftirfarandi skilyrðum:

 1. Reki skrifstofu með auglýstan opnunartíma eða hafi opinn síma.
 2. Hafi launaðan starfsmann í fullu eða hlutastarfi (verktaki). Getur verið starfsmaður sem er samnýttur af fleiri félögum.
 3. Hafi virka heimasíðu.
 4. Gefi út tímarit eða fræðsluefni, prentað eða á vefnum.
 5. Haldi fundi og námskeið fyrir félagsmenn

Atkvæði: Já sögðu 21, enginn á móti. Styrkir samkvæmt tölulið 1 voru því samþykktir.

Tillöguna í heild með áorðnum breytingum má sjá í fylgiskjali.

Blaðsíða 3 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkjanefndar:
2.Styrkir til sérgreindra verkefna eða vegna stórra verkefna tengdum rekstri:
Félög geta sótt um styrki fyrir sérstök verkefni, svo sem fundi og ráðstefnur bæði innanlands og utan; fundahöld með félagsmönnum; meiriháttar viðhald eða endurbætur á húsnæði sem nýtist öryrkjum; kaup áhalda og tækja; útgáfu afmælisrits eða annarra sérstakra ritverka; átaksverkefna ýmis konar o.fl.

Tillaga nr. 12.

Tillaga Gigtarfélagsins, Tourette samtakanna og MND félagsins var um að stroka út úr málsgreininni að ofan orðin: Meiriháttar viðhald eða endurbætur á húsnæði sem nýtist öryrkjum. Málsgreinin verði þá á þessa leið: Félög geta sótt um styrki fyrir sérstök verkefni, svo sem fundi og ráðstefnur bæði innanlands og utan; fundahöld með félagsmönnum; kaup áhalda og tækja; útgáfu afmælisrits eða annarra sérstakra ritverka; átaksverkefna ýmis konar o.fl.

Atkvæði: Já sögðu 16, nei sögðu 8. Tillagan var því samþykkt.

Atkvæði um tillöguna í heild á bls. 3: Já sögðu 16, nei sagði 1. Tillagan í heild var því samþykkt.

Tillöguna í heild með áorðnum breytingum má sjá í fylgiskjali.

Fyrir miðri blaðsíðu 3 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkjanefndar:
Hámarksstyrkur samkvæmt tölulið 2 er 3,5. milljónir króna. Félög geta ekki fengið hámarksstyrk nema tvö ár í röð.

Tillaga nr. 13.

Tillaga Gigtarfélagsins var að stroka út ofangreinda málsgrein og í staðinn komi: Við auglýsingu styrkja er framkvæmdastjórn ÖBÍ heimilt að auglýsa hámarks- og lágmarksstyrki.

Atkvæði: Já sögðu 9, nei sögðu 15. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 14.

Tillaga MND félagsins var að breyta fyrstu setningu málsgreinarinnar. Hún hljóðar þá svo: Hámarksstyrkur samkvæmt tölulið 2 er ákveðinn af aðalstjórn ár hvert, eftir tillögu frá framkvæmdastjórn. Félög geta ekki fengið hámarksstyrk nema tvö ár í röð.

Atkvæði: Já sögðu 8, nei sögðu 15. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 15.

Tillaga Sturlu Þengilssonar, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, var að bæta við síðustu setninguna eftirfarandi setningu: Félög geta ekki fengið hámarksstyrk nema tvö ár í röð, þó aldrei meira en þrefaldan hámarksstyrk á hverju 4 ára tímabili.

Atkvæði: Já sögðu 8, nei sögðu 11. Tillagan var felld.

Atkvæði um seinni tillöguna á bls. 3: Já sögðu 16, nei sögðu 3. Tillagan í heild samþykkt óbreytt.

Blaðsíða 4 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkja-nefndar:
Við úthlutun styrkja samkvæmt tölulið 2 skal taka tillit til eftirfarandi atriða:

 1. Virkni félagsins í starfi ÖBÍ, svo sem mæting fulltrúa félagsins á aðalstjórnarfundi ÖBÍ (80% mætings telst fullnægjandi) og mæting á aðalfund ÖBÍ (tveir fulltrúar telst fullnægjandi).
 2. Frágangi umsóknar.
 3. Eðli verkefnis – er það nýjung, framhald af eldra verkefni eða hefðbundið.
 4. Stærðar félags.

Tillaga nr. 16.

Tillaga Gigtarfélagsins var að bæta við nýju atriði í upptalningunni hér að ofan: Algengi fötlunarhóps og þröskuldi hindrana (þyngd fötlunar) í samfélaginu.

Atkvæði: Já sögðu 8, nei sögðu 14. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 17.

Tillaga Gigtarfélagsins var að breyta röð atriða þannig að liðir 2-5 verða sem hér segir: (Liður 2 helst óbreyttur):
2)(Nýtt viðmið) Algengi fötlunarhóps og þröskuldi hindrana (þyngd fötlunar) í samfélaginu)
3)(Áður liður 3) Eðlis verkefnis – er það nýjung, framhald af eldra verkefni eða hefðbundið.
4)(Áður liður 4) Stærðar félags.
5)(Áður liður 2) Frágangi umsóknar.

Gigtarfélagið dró tillöguna til baka.

Tillaga nr. 18.

Tillaga SÍBS var að breyta 1. lið þannig að út fari: (80% mæting telst fullnægjandi) og í stað þess standi: (2 fjarvistir að hámarki). 1 liður hljóði þannig: 1) Virkni félagsins í starfi ÖBÍ, svo sem mæting og fulltrúa félagsins á aðalstjórnarfundi ÖBÍ (2 fjarvistir að hámarki) og mæting á aðalfund ÖBÍ (tveir fulltrúar telst fullnægjandi).

Atkvæði: Já sögðu 6, nei sögðu 11. Tillagan var því felld.

Tillaga nr. 19.

Tillaga MND félagsins var að taka út 4. lið en halda fyrstu þremur liðunum.

Atkvæði: Já sögðu 12, nei sögðu 10. Tillagan var því samþykkt.

Tillaga nr. 20.

Tillaga CP félagsins var að breyta 4. lið og hljóði svo: 4) Umfang verkefnis.

Atkvæði: Já sögðu 25, enginn á móti. Tillagan var því samþykkt.

Atkvæði um tillöguna í heild efri hluta á bls. 4: Já sögðu 24, nei sagði 1. Tillagan var því samþykkt.

Neðst á bls. 4 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkjanefndar:
Athuga skal hvort sótt er um vegna eðlilegrar þjónustu félagsins eða þjónustu sem opinberir aðilar ættu að veita.

Framkvæmdastjórn ÖBÍ skal hafa eftirlit með því að styrk fyrra árs hafi verið varið í samræmi við umsókn og getur hafnað styrkveitingu eða lækkað styrki hafi svo ekki verið.

Atkvæði um tillöguna í heild neðst á bls. 4: Já sögðu 25, enginn á móti. Tillagan var því samþykkt.

Blaðsíða 5 í tillögum að reglum með viðbótartillögum. Upprunaleg tillaga styrkja-nefndar:
Almenn ákvæði:
Þegar úthlutun styrkja er kynnt fyrir aðalstjórn ÖBÍ skulu styrkfjárhæðir sundurliðaðar eftir tölulið 1 og 2 fyrir hvert félag og greina skal frá tilefnum styrkja í tölulið 2.
Útborgun styrkja samkvæmt bæði tölulið 1 og 2 fer ekki fram fyrr en félag hefur skilað ársreikningi undirrituðum af meirihluta stjórnar og skoðunarmönnum reikninga. Einnig þarf félag að hafa skilað ársskýrslu til birtingar í ársskýrslu ÖBÍ.

Tillaga nr. 21.

Tillaga Gigtarfélagsins var að stroka út síðustu setninguna í málsgreininni hér að ofan sem er eftirfarandi: Einnig þarf félag að hafa skilað ársskýrslu til birtingar í ársskýrslu ÖBÍ. Málsgreinin hljóði svo: Útborgun styrkja samkvæmt bæði tölulið 1 og 2 fer ekki fram fyrr en félag hefur skilað ársreikningi undirrituðum af meirihluta stjórnar og skoðunarmönnum reikninga.

Gigtarfélagið dró tillöguna til baka.

Tillaga nr. 22.

Tillaga MND félagsins var að bæta inn orðunum fyrri árs í fyrstu setningu. Hljóði þá málsgreinin svona: Útborgun styrkja samkvæmt bæði tölulið 1 og 2 fer ekki fram fyrr en félag hefur skilað ársreikningi fyrri árs, undirrituðum af meirihluta stjórnar og skoðunarmönnum reikninga. Einnig þarf félag að hafa skilað ársskýrslu til birtingar í ársskýrslu ÖBÍ.

Atkvæði: Já sögðu 17, nei sögðu 5. Tillagan var því samþykkt.

Tillaga nr. 23.

Tillaga Gigtarfélagsins var að bæta við nýja málsgrein í kaflanum um almenn ákvæði: Framkvæmdastjórn skal koma sér saman um, vinna skrifleg vinnumiðvið, sem snúa að ákvörðun styrkja, s.s. lágmarkstíma sem fulltrúar hafa til að kynna sér umsóknir, framlagningu tillagna hvers og eins á ákvörðunarfundum og úrvinnslu.

Atkvæði: Já sögðu 14, nei sögðu 4. Tillagan var því samþykkt.

Tillaga nr. 24.

Tillaga Gigtarfélagsins og MND félagsins var að bæta við nýja málsgrein í kaflanum um almenn ákvæði: Reglur þessar og viðmið skulu endurskoðast að tveimur árum liðnum, fyrir úthlutun árið 2012.

Atkvæði: Já sögðu 17, nei sögðu 2. Tillagan var því samþykkt.

Tillaga nr. 25.

Tillagan féll út því ekki var samþykkt að nota stærð félags sem forsendur úthlutunar.

Atkvæði um tillöguna í heild sinni á bls. 5: Já sögðu 18, enginn á móti og var tillagan því samþykkt.

Atkvæði um skjalið í heild sinni: Já sögðu 24, nei sögðu 2. Heildartillögur með áorðnum breytingum voru því samþykktar.

Formaður sagði að styrkjanefndin, sem vann fyrstu úthlutunartillögurnar hafi samþykkt að vinna að skilgreiningu á því hvað sé félagi.
Atkvæði voru greidd um það hvort nefndin fengi heimild til að vinna þessa vinnu.

Atkvæði: Já sögðu 21, 1 á móti. Tillagan var samþykkt.

5.Yfirfærsla á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. (Fylgiskjal 6)

Umæður um viðbrögð ÖBÍ.
Skiptar skoðanir voru á því meðal fundarmanna hvort yfirfærslan væri tækifæri fyrir ÖBÍ, tækifæri fyrir ríkið til að spara peninga eða tækifæri fyrir sveitarfélögin til að fá fjármagn frá ríkinu. Sumir fundarmenn litu á þetta sem tækifæri á meðan aðrir vöruðu við yfirfærslu. Hafa þarf heildarhagsmuni fatlaðra í huga og hugsa um hvað fæst við sameiningu. Árið 2000 átti að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og var ÖBÍ á móti þeim flutningi. Um tíma tók ÖBÍ þátt í nefnd sem vann að yfirfærslunni. Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ, sat í þeirri nefnd og það féll í grýttan jarðveg þegar hann tilkynnti að ÖBÍ hefði verið á móti yfirfærslunni.

Forsendur fyrir yfirfærslu eru aðrar í dag en var árið 2000. Með því að færa þjónustu við fatlaða yfir til sveitarfélaga er verið að færa hana nær notandanum. Ekki mun öll þjónusta flytjast, t.d. mun starf Greiningar- og ráðgjafastöðvar og Þjónustu og þekkingarmiðstöð blindra vera áfram hjá ríkinu en félagsþjónustan flyst yfir. Hvert þjónustusvæði má ekki vera með færri en 8000 íbúa. Miðað við stærð sumra sveitarfélaga þá er afar hæpið að nærþjónusta geti gengið upp í þeim eins og félagsmálaráðuneytið hefur lagt áherslu á að skipti mestu máli.

Móta þarf stefnu ÖBÍ í þessu máli og koma sjónarmiðum bandalagsins á framfæri því yfirfærslan mun eiga sér stað, hugsanlega um næstu áramót. Rætt var um að peningar ættu að fylgja einstaklingum við yfirfærsluna og óeðlilegt væri að sami aðili skilgreini reglurnar, hvaða þjónustu eigi að veita og hafi eftirlit með henni. Í dag flytur fólk á milli svæðisskrifstofa og fær mjög mismunandi þjónustu. Koma verður í veg fyrir að það gerist eftir yfirfærslu, því það gengur ekki að sveitarfélögin skilgreini mannréttindi hvert fyrir sig. Kerfið þarf að vera heildstætt, skilgreina þarf þjónustuna og samræma hana á milli staða. Skilgreina þarf eftirlitshlutverkið því virkt eftirlit er mjög mikilvægt. Hlutverk félagasamtaka breytist við svona yfirfærslu. Upplýsingahlutverkið verður sterkara og áríðandi er að notendur geti sótt í ráðgjafahóp eða úrskurðarvald til að benda sveitarfélaginu á skyldur þeirra.

Fram kom að Hafnarfjarðarbær er að skoða hvað hægt sé að gera betur og því er tækifæri fyrir aðildarfélögin nú að koma að þeirri vinnu, sjá hvað verið er að gera og leiðbeina um hvað hægt sé að gera betur, svo að bærinn sé betur undirbúinn að taka á móti fleiri hópum fatlaðra. Gott starf er unnið á Akureyri, þar er unnið í teymum og reynt að koma til móts við einstaklingana. Þjónustan verður skilvirkari og betri þegar sami aðili veitir hana.

Framkvæmdastjóri sagði frá því að upplýsingar um framkvæmdina skortir en ÖBÍ ætti að vera meira í ráðum varðandi flutninginn. Félags- og tryggingamálaráðu-neytið hefur auglýst eftir starfsfólki til að framkvæma mat á stuðningsþörf fatlaðra. Niðurstöður matsins munu væntanlega nýtast við yfirfærsluna. Formaður og framkvæmdastjóri munu hitta Árna Pál Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra þann 25. febrúar og spyrja hann um málið.

Lagt var til að ÖBÍ ynni að því að reikna út hver kostnaðurinn verður varðandi NPA, á móti þeim útreikningum sem ríki og sveitarfélög eru að vinna að. Skilgreina þarf þörf fyrir NPA svo þeir sem þurfi á henni að halda fái hana, hvar sem þeir búa. Nú er kosningaár og ÖBÍ á að nýta sér tækifærið og hamra á frambjóðendum og flokkum varðandi stefnu þeirra í þessu máli.

Tillaga kom um að ÖBÍ skipuleggi greinarskrif um málið til að koma umræðu af stað hjá almenningi.

Samþykkt var að vísa tillögunni til framkvæmdastjórnar.

Formaður lagði til að fela framkvæmdastjórn að setja af stað vinnuhóp, sem myndi setja niður stefnumótun ÖBÍ í málinu. Auglýst verður eftir fulltrúum aðildarfélaganna í hópinn. Haldinn verður aðalstjórnarfundur um þetta mál, sem mun ákveða stefnuna. Gestir mega koma frá aðildarfélögunum á þann fund og munu þeir hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Gott væri að fá fólk utan af landi í starfshópinn, því það fólk býr oft við skerta þjónustu.

6. Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður eftir hálfan mánuð, 10. mars 2010 og mun hann fjalla um drög að nýju starfs- og örorkumati og verður m.a. Guðrún Hannesdóttir fengin til að kynna málið fyrir fundarmönnum. Samþykkt samhljóða að félögin geti boðað aukafulltrúa á fundinn með málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

7. Önnur mál.

Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, spurði hvort búið væri að fá aðila til að kanna kosti og galla þess að ganga í ESB, samkvæmt tillögu sem samþykkt var á aðalfundinum í október sl. Formaður svaraði því til að í samráði við Stefán Ólafsson verður ráðstefna um málið í haust og skýrsla gefin út í kjölfarið.

Fundi slitið kl. 19:35.

Fundarritarar: Anna Guðrún Sigurðardóttir og Þórný Björk Jakobsdóttir.