Skip to main content
Frétt

Fundargerð aðalstjórnar ÖBÍ 12. maí 2011

By 6. janúar 2012No Comments

Aðalstjórnarfundur ÖBÍ haldinn í Hátúni 10, 9. hæð, fimmtudaginn 12. maí 2011, kl. 17.00-19.00.

Mættir aðalstjórnarfulltrúar:

ADHD samtökin – Ellen Calmon
Ás styrktarfélag – Guðrún Gunnarsdóttir
Blindrafélagið – Kristinn Halldór Einarsson
Daufblindrafélag Íslands – Hafdís Tryggvadóttir
FAAS – María Th. Jónsdóttir
Félag CP á Íslandi – Klara Geirsdóttir
Félag heyrnarlausra – Hjördís Anna Haraldsdóttir
Félag lesblindra á Íslandi – Guðmundur S. Johnsen
Félag nýrnasjúkra – Hallgrímur A. Viktorsson
FSFH – Björg Hafsteinsdóttir
Geðverndarfélag Íslands – Kjartan Valgarðsson
Gigtarfélag Íslands – Emil Thóroddsen
HIV-Ísland – Ingi Hans Ágústsson
Hugarfar – Kristín B. Michelsen
LAUF – Brynhildur Arthúrsdóttir
Málbjörg – Ivon Stefán Cilia
Málefli – Elfa Rún Árnadóttir
MND félag Íslands – Ægir Lúðvíksson
MS-félagið – Sigurbjörg Ármannsdóttir
Parkinsonsamtökin – Guðbjörn Jónsson
Samtök sykursjúkra – Sigríður Jóhannsdóttir
SEM samtökin – Guðmundur Magnússon
SÍBS – Frímann Sigurnýasson
Sjálfsbjörg – Grétar Pétur Geirsson
SPOEX – Albert Ingason
Stómasamtök Íslands – Jón Þorkelsson
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra – Bryndís Snæbjörnsdóttir
Tourette-samtökin á Íslandi – Sigrún Gunnarsdóttir
Umsjónarfélag einhverfra – Sigríður Sigurjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúi Kvennahreyfingar ÖBÍ:

Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir

Starfsmenn ÖBÍ:

Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
Sigríður H. Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi
Þórný B. Jakobsdóttir, starfsmaður skrifstofu
Hrefna K. Óskarsdóttir, starfsmaður yfirfærsluhóps

Fundargerð

1.  Formaður setur fund og fundarmenn kynna sig.

Guðmundur Magnússon, formaður ÖBÍ setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Aðalfulltrúi og varafulltrúi Málbjargar og Daufblindrafélagsins komust ekki á fundinn. Formaður bað því um samþykki fundarins fyrir að Ivon Stefán Cilia fengi leyfi til að sitja fundinn fyrir hönd Málbjargar og Hafdís Tryggvadóttir fyrir hönd Daufblindrafélagsins. Fundurinn samþykkti setu þeirra og kosningarétt. Fundarmenn kynntu sig.

2.  Fundargerð frá 24. febrúar 2011 borin upp til samþykktar.

Formaður sagði frá því að Ægir Lúðvíksson, MND félaginu hefði gert athugasemd við samþykkta fundargerð frá 12. janúar 2011. Orðalag sem haft var eftir honum var rangt, orðið hvetja átti að vera styðja. Breyting á fundargerð var samþykkt.

Fundargerð frá 24. febrúar var samþykkt samhljóða.

3.  Skýrsla formanns.

Formaður flutti skýrslu sína og sagði meðal annars frá fundaröð vegna yfirfærslunnar, afmælisrits ÖBÍ, 50 ára afmæli ÖBÍ 5. maí, heimildarmynd um ÖBÍ, nefndum sem ÖBÍ á fulltrúa í, ráðstefnu sem ÖBÍ hélt meðal annars í samvinnu við Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og bar nafnið „Daglegt líf, afkoma og aðstæður öryrkja“, atburðum sem haldnir verða á afmælisári ÖBÍ, bakhóps og fleiru.

Vinnustaðir ÖBÍ munu flytja yfir í Hátún 10c (Múlalundarhúsið) á næstu vikum. Saumastofa ÖBÍ verður lögð niður í framhaldinu. Starfsemin hefur ekki borið sig fjárhagslega og tekur of mikið pláss miðað við starfsemi, því verður erfitt að flytja hana með. Starfsmenn saumastofu eru 4, engum verður sagt upp. Þau fá störf innan Vinnustaða ÖBÍ eða störf verða fundin fyrir þau.

Umræður

Spurt var hvort ekki væri sniðugt að vera með sér fund fyrir fulltrúa ÖBÍ í nefndum? Þeir myndu þá kynna stöðu verkefna í nefndunum svo að aðalstjórnarfulltrúar viti hver staða mála er. Athugasemd kom um að ÖBÍ ætti að vera sjálfu sér samkvæmt og fylgja hugmyndafræðinni ekkert um okkur án okkar þegar fulltrúar eru skipaðir í nefndir fyrir hönd ÖBÍ. Fólk var hvatt til að mæta í bakhóp ÖBÍ vegna breytinga á almannatryggingalögum. Allir sem vilja mega vera með í þeim hóp.

Nefnt var að talsmann öryrkja vantar í fjölmiðlaumræðu því öryrkjar eru alltaf að koma fram í fjölmiðlum en aldrei heyrist minnst á ÖBÍ. ÖBÍ er ekki nógu sýnilegt og ætti barátta bandalagsins að vera áþreifanlegri. Til dæmis að sýna almenningi að flugfélagið Ernir fljúgi ekki með fólk í hjólastólum, eins og formaður nefndi.

Rætt var að einn af fundum í fundaröðinni ætti að vera á Álftanesi og annar á Seltjarnarnesi. Svarað var að þar sem Seltjarnarnes er á þjónustusvæði Reykjavígur væri spurning með það, því almennt hefur bara einn fundur verið haldinn á hverju þjónustusvæði. Sama er með Álftanes og Garðabæ. Hugmynd kom um að bæta nokkrum fundum við fundaröðina sem fjalla almennt um tiltekið efni.

Spurt var hvort ÖBÍ hafi dottið í hug að einstaklingar geti skráð sig á fréttalista ÖBÍ? Eitt af verkefnum ritstjóra ÖBÍ er að koma á rafrænu fréttabréfi. Ekki er búið að ganga frá því hvort sent verði á póstlista eða hvort að fréttabréfið verði opið eins og heimasíða.

4. Styrkir til aðildarfélaga ÖBÍ. Úthlutun 2011.

Formaður sagði frá vinnuferli framkvæmdastjórnar við úthlutun styrkja til aðildarfélaga bandalagsins. Reglur um styrkúthlutun voru settar í febrúar 2010 og  hefur verið reynt að vinna eftir þeim. Þar sem í fyrsta skipti átti að taka tillit til mætingar aðildarfélaga og hún var ekki nægileg í flestum tilfellum var ákveðið að líta framhjá henni í ár. Tekið verður tillit til mætingar á næsta ári.

Umræður

Rætt var um mætingu aðildarfélaga. Misjafnar skoðanir voru á því hvort mæting væri mæling á virkni eða ekki og hvort taka hefði átt tillit til mætingar að einhverju eða fullu leyti í ár. Hins vegar telja menn að taka eigi fullt tillit til mætingar á næsta ári. Ef fólki finnst 80% mæting full mikið má koma með breytingartillögu við reglurnar á aðalfundi.

Lagt var til að breyta reglunum þannig að annað hvort 2/3 eða 60% mæting gildi. Kalla mætti eftir breytingartillögum frá félögunum og ef þær verða margar að skipa nefnd til að vinna með þær.

Reglurnar þurfa aðlögunartíma. Grunnurinn er góður en reynslu vantar til að sjá hvað er í lagi og hvað vantar í reglurnar. Reyna þarf að koma huglægu mati út eins mikið og hægt er og hafa mælanlega hluti. Það ætti að auðvelda vinnu við styrkumsóknir og réttlæta hluti.

Beðið var dæmi hvernig fylla eigi út umsóknarformið svo að umsóknin verði til árangurs. Þannig er hægt að sjá hvað er metið og var mælst til að sett verði skýrar fram hvað framkvæmdastjórn vill fá. Nefnt var að gott væri að hugsa um móttakandann, þannig að umsóknirnar séu skiljanlegar. Einnig að starfsfólk ÖBÍ gæti haldið námskeið um umsóknarferlið fyrir formenn og framkvæmdastjóra aðildarfélaganna.

Tillögur framkvæmdastjórnar að styrkjum til aðildarfélaga ÖBÍ voru samþykktar samhljóða.

5.  Næsti aðalstjórnarfundur.

Næsti aðalstjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 22. júní. Samþykkt.

6.  Önnur mál.

a) Heimildarmynd um ÖBÍ.

Albert Ingason, SPOEX spurði hvort kvikmynd ÖBÍ verði sýnd opinberlega?

Formaður svaraði því til að væntanlega verður hún sýnd á RÚV. Hún verður sett á DVD og seld opinberlega.

Guðmundur Johnsen, Félagi lesblindra, sagði að félagið hefði gert mynd um lesblindu fyrir nokkrum árum og bað um ef tök væru á, að kannað væri hvort hægt væri að sýna hana á RÚV, í samfloti við sýningu myndar ÖBÍ.

Rætt var að gott væri ef ÖBÍ næði samningum við sjónvarpið að ein mynd væri sýnd frá aðildar- eða sjúklingafélagi hverja helgi, í tilefni afmælis ÖBÍ. Nefnt var að nota þetta sem þrýstihóp til að sýna íslenskt efni, sem RÚV fær ókeypis upp í hendur. Þarf einnig að huga að þeim möguleika að texta myndina sjálf og sýna hana á Stöð 2.

Hjördís Anna Haraldsdóttir, Félagi heyrnarlausra, sagði frá því að Félag heyrnarlausra er með sjóð er nefnist Bjargarsjóður. Hægt er að sækja um styrki í þann sjóð til textunar eða túlkunar á menningartengdu efni.

Fundi slitið kl. 19.05

Fundarritari, Þórný Björk Jakobsdóttir.