Skip to main content
Frétt

Fundaröð ÖBÍ um yfirfærslu málefna fatlaðra að hefjast að nýju

By 15. ágúst 2011No Comments
Næsti fundur í Vestmannaeyjum þann 23. ágúst næstkomandi. Frá því um sl. áramót hefur staðið yfir fundaröð ÖBÍ á landsbyggðinni þar sem fjallað er um yfirfærslu málefna fatlaðs fólks, réttindi þess, þar á meðal hefur verið farið yfir samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kynnt voru viðbrögð ÖBÍ við yfirfærslunni og einnig kynning á þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Fundir hafa víðast hvar verið vel sóttir og mikil ánægja með að slík kynning sé haldin fyrir landsbyggðina. Hlé var gert á þessu fundarhaldi um hásumarið vegna sumarleyfa.
 
Nú er fundir að hefjast að nýju og verður fundur í Vestmannaeyjum þann 23. ágúst nk. efnis fundarins verður með sama hætti og áður:
  1. Ný hugmyndafræði um fötlun og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Helga Baldvinsd. Bjargardóttir – Fötlunarfræði HÍ
  2. Þekkir þú réttindi þín? Hrefna K. Óskarsdóttir – ÖBÍ
  3. Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Ingibjörg Loftsdóttir – Sjálfsbjörg.
  4. Viðbrögð ÖBÍ vegna yfirfærslunnar. Guðmundur Magnússon – formaður ÖBÍ
  5. Umræður og fyrirspurnir.

Réttindagæslumaður fatlaðs fólks mætir á fundinn.

Fatlað fólk, aðstandendur, starfsfólk og stjórnendur sem vinna að málefnum fatlaðs fólks og aðrir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.


Á næstu vikum verða nokkrir fundir á höfuðborgarsvæðinu sem verða auglýstir þegar þar að kemur. Fylgist því vel með auglýsingum á heimasíðu ÖBÍ og í fjölmiðlum.