Skip to main content
Frétt

Fundur ÖBÍ og formanna aðildarfélaganna

By 9. september 2014No Comments

var haldinn þann 4. september síðastliðinn þar sem farið var yfir ýmis mál sem eru á döfinni hjá ÖBÍ. 

ÖBÍ hélt fund með formönnum aðildarfélaganna 37 á Grand hóteli fimmtudaginn 4. september síðastliðinn þar sem Ellen Calmon formaður ÖBÍ fór yfir helstu verkefni ÖBÍ á síðustu mánuðum og áherslur til framtíðar. Þá fór Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ og varaformaður Blindrafélagsins yfir aðraganda og megintilgang skipulags- og lagabreytinga sem lagðar verða fyrir á næsta aðalfundi ÖBÍ. 

Ellen Calmon formaður ÖBÍFríða Bragadóttir frá LAUF og formaður skipulagsnefndar ÖBÍ kynnti því næst skýrslu skipulagsnefndar ÖBÍ og skýrði frá þvínýja sk pulagi sem nefndin leggur til að ÖBÍ taki upp. Að lokum fór Ingveldur Jónsdóttir formaður laganefndar ÖBÍ yfir drög að nýjum lögum ÖBÍ sem laganefnd bandalagsins hefur unnið að.

Sigrún Gunnarsdóttir formaður TourettesamtakannaBergvin Oddsson formaður BlindrafélagsinsÁ fundinum var einnig rætt um hvernig styrkja má samstarf aðildarfélaganna og ÖBÍ og sköpuðust áhugaverðar og líflegar umræður sem verða án efa til þess að styrkja samstarfið enn frekar.