Skip to main content
Frétt

Fyrirmyndardagurinn opnar Facebooksíðu

By 14. mars 2014No Comments

„Fyrirmyndardagurinn“, er dagur þar sem fyrirtæki/stofnanir bjóða atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki.

Fyrirmyndardagurinn verður haldinn í fyrsta skiptið þann 4.apríl 2014 og er hugmyndin að um árlegan viðburð verði að ræða.

Á „Fyrirmyndardeginum“ bjóða fyrirtæki/stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda.

Fyrirmyndin að deginum kemur frá Atvinnu með stuðningi á Írlandi en þar hefur svonefndur  „Job shadow“ dagur verið haldinn frá árinu 2008 og hefur verkefnið opnað möguleika fatlaðs fólks til fjölbreyttari atvinnuþátttöku.

Starfsmenn frá Atvinnu með stuðningi/Vinnumálstofnun heimsóttu Írland sumarið 2013 til að kynna sér verkefnið eftir að hafa hlotið styrk til mannaskiptaverkefnis í Leonardo hluta Menntaáætlunar ESB.

Nú þegar hafa 3 fyrirtæki hoppað á lestina, þau eru Nói-Siríus, Sunnufold og Takk hreinlæti, vonandi bætast mun fleir í hópinn á komandi dögum.

Kíkið á Facebook, slóðin er:  https://www.facebook.com/fyrirmyndardagurinn