Skip to main content
Frétt

Fyrsti bílaleigubíllinn fyrir hjólastólanotendur afhentur

By 11. apríl 2007No Comments
Nýverið var fyrsti bílaleigubíllinn á Íslandi sem getur tekið hjólastól afhentur fyrsta leigutakanum. Það var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem afhenti lyklana að bílnum, sem er frá Hertz bílaleigunni.

Leigutakinn var danskur MND sjúklingur, Evald Krog að nafni. Þetta var í fjórða sinn sem Krog kemur til Íslands en fyrsta sinn sem hann hefur sjálfur yfir bíl að ráða.

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, var viðstaddur afhendinguna, en Guðjón á heiðurinn af því að hafa ýtt við Hertz um að láta útbúa bílaleigubíl fyrir hjólastólanotendur. Forráðamenn Hertz tóku strax vel í hugmyndina og lét útbúa Toyota HiAce í þessu skyni. Aftasti bekkurinn var tekinn úr, útbúnar festingar fyrir hjólastólinn og ennfremur er þriggja punkta bílbelti fyrir farþegann sjálfan. Hjólastólnum er rennt inn í bílinn að aftanverðu eftir sérstökum brautum.

Guðjón segir tilkomu bílaleigubíls fyrir hjólastólanotendur mikið fagnaðarefni. Hingað til hafi ferðafólk í hjólastól aðeins komist ferða sinna með því að nota sérútbúna leigubíla fyrir hjólastóla. Með tilkomu bílaleigubílsins geti ferðafólk í hjólastólum verið sínir eigin herrar líkt og aðrir ferðamenn, auk þess sem kostnaður geti lækkað töluvert.

Nánari upplýsingar veita:
Margrét Líndal Steinþórsdóttir, markaðsstjóri Hertz, farsími 858-0411, netfang mls@hertz.is

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, farsími 617-6828.