Skip to main content
Frétt

Garður fyrsta sveitarfélaga á Íslandi að fá aðgengisvottun.

By 15. júní 2011No Comments

Gott aðgengi hefur tekið út allar byggingar sveitarfélagsins útfrá aðgengi fyrir fatlað fólk, upplýsinga má finna á netinu.

Í byrjun júní afhenti Gott aðgengi (Access Iceland) Garði formlega vottun þessa að byggingar sveitarfélagsins væru aðgengilegar fötluðu fólki.  Á liðnum mánuðum hefur Gott aðgengi kannað mannvirki og komið með ábendingar um úrbætur sem unnið var eftir.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu, sagði Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri að ótrúlega einfalt hefði verði að koma þessu í gagnið og oft smávægilegar úrbætur sem gera þurfti á mannvikjum.

Á heimasíðu Gott aðgengi má finna upplýsingar um hvernig aðgengi að hverri byggingu er t.d. fjarlægð bílastæða hreyfihamlaðra frá aðalinngangi, hvort yfirborð flatar er stamt eða sleypt, hvort blindrahundar séu leyfðir o.fl. eru upplýsingar sem þar er að finna.

Gott aðgengi vinnur nú að ýmsum verkefnum tengdum ferðaþjónustu og eins er í vinnslu úttekt á ýmsum byggingum fyrir Akureyrarbæ.

Skoðið heimasíðu Gott aðgengi