Skip to main content
Frétt

Geðhjálp segir sig úr ÖBÍ

By 22. febrúar 2011No Comments

Öryrkjabandalagi Íslands hefur borist bréf frá Geðhjálp þar sem tilkynnt er um úrsögn félagsins úr bandalaginu.
gedhjalp
Í bréfi þeirra segir meðal annars: „Stjórn Geðhjálpar hefur, að undangenginni umræðu á vettvangi stjórnar og félagsfundar og að fengnu umboði aðalfundar Geðhjálpar frá því mars 2010, tekið þá ákvörðun að Geðhjálp segi sig úr ÖBÍ.“  Þar kemur einnig fram að stjórn Geðhjálpar meti hagsmuni félagsins betur borgið utan ÖBÍ, en óskar um leið eftir að eiga áfram gott samtarf við bandalagið.

ÖBÍ óskar Geðhjálp velfarnaðar á komandi misserum.