Skip to main content
Frétt

Geisar þunglyndisfaraldur? –  Fólk með geðraskanir fær síður læknisrannsóknir vegna líkamlegra kvilla

By 20. mars 2012No Comments

kom meðal annars fram í tveimur erindum sem flutt voru á félagsráðgjafadeginum.

Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ), hélt morgunverðarfund á Grand hóteli í morgun í tilefni af félagsráðgjafadeginum.

Þar kom fram í erindi Sveinbjargar J. Svavarsdóttur, doktorsnemi í félagsráðgjöf að fólk með geðraskanir fái síður læknisrannsóknir vegna líkamlegra kvilla. Sagði hún að leggja þyrfti áherslu á að skýra félagslega þætti við greiningu, en ekki eingöngu líffræðileg sjúkdómseinkenni.

Einnig kom fram hjá henni að fagfólk yrði að breyta vinnuaðferðum sínum og vera opnari fyrir þverfaglegum vinnuaðferðum. „Við þurfum að hætta að vera í „fæting“ við læknastéttina. 

Fréttina í heild á mbl.is

Þunglyndi er helsta ástæða örorku í heiminum

Í erindi Steindórs J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur kom fram að frá 1990 hefur tíðni geðraskana næstum því tvöfaldast hér á Íslandi. spurði hvers vegna hin mikla notkun geðlyfja hér á landi hefði ekki dregið úr tíðni örorku af völdum geðraskana.

Þunglyndi er helsta ástæða örorku í heiminum. Ástæðan getur ekki verið breyting á erfðamengi mannsins, það er stöðugra en það. Hluti skýringarinnar hlýtur að liggja í samfélagsgerðinni, samkeppni, einstaklingshyggju, sagði hann. „Ef við ætlum að fara nýjar leiðir í meðferð geðsjúkdóma, þá verðum við að draga úr ægivaldi lyfjaiðnaðarins,“ sagði Steindór einnig.

Fréttin í heild á mbl.is