Skip to main content
Frétt

Gildi-lífeyrissjóður lækkar lífeyrisgreiðslur um 10% frá 1. júní nk.

By 22. maí 2009No Comments
Á ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs, var samþykkt tillaga um að áunnin réttindi sjóðfélaga verði lækkuð um 10%. Nauðsynlegt er að lífeyrisþegar geri nýja tekjuáætlun til TR ef þeir eiga rétt á greiðslum þaðan.

Tillaga þessi var byggð á ráðleggingum tryggingafræðings sjóðsins eftir tryggingafræðilega úttekt hans á stöðu sjóðsins 31. desember 2008.

Þessi 10% lækkun réttinda gildir jafnt fyrir þá sem njóta lífeyris úr sjóðnum og þeirra sem eiga geymd lífeyrisréttindi.

Lækkun lífeyrisgreiðslna kemur til framkvæmda við næstu greiðslu 1. júní 2009.

Breyta þarf tekjuáætlun 2009 hjá TR

Þeim lífeyrisþegum sem einnig fá greiðslur hjá Tryggingastofnun ríkisins er bent á að nauðsynlegt er að leggja þar inn nýja tekjuáætlun fyrir árið 2009 vegna minnkandi greiðslna úr lífeyrissjóðnum þar sem margir geta átt rétt á hækkun frá Tryggingastofnun vegna þessarar lækkunar.

Gildi-lífeyrissjóður harmar að til þessarar lækkunar þurfi að koma.

Frétt Gildis-lífeyrissjóðs á heimasíðu Gildis

Frétt mbl.is um lækkun gr. lífeyrissjóða

Til baka