Skip to main content
Frétt

Gildistöku nýs greiðsluþátttökukerfis vegna lyfja frestað

By 2. janúar 2013No Comments
segir meðal annars í frétt Sjúkratrygginga Íslands, en breytingin mun þess í stað taka gildi 4. maí 2013.

Gildistöku nýs greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga Íslands vegna lyfja var frestað á Alþingi þann 19. desember síðastliðinn.

Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar og lyfjalögum þann 1. júní sl. og áttu þær  að taka gildi 1. janúar 2013. Nú hefur verið ákveðið að breytingarnar taki gildi laugardaginn 4. maí 2013 m.a. vegna þess að nýja kerfið útheimtir umfangsmikinn undirbúning og tölvukerfisbreytingar hjá apótekum.

Meginmarkmiðið með lögunum er að auka jöfnuð milli einstaklinga óháð sjúkdómum og draga úr útgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda.

Sjá fréttina í heild á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands