Skip to main content
Frétt

Gjaldskrá ferðaþjónustu breytt

By 23. janúar 2015No Comments

Á fundi velferðarráðs Reykjavíkur 22. janúar var samþykkt að 1.100 króna gjald fyrir hverja ferð umfram 60 á mánuði verði fellt niður og miðað við hálft almennt fargjald í strætó.

Á vef Reykjavíkurborgar er ennig sagt að á fundinum hafi verið ákveðið að fresta ákvörðun vegna breytinga á reglum um hámarksfjölda ferða til næsta fundar ráðsins þann 5. febrúar nk. í ljósi ábendinga sem fram komu í áliti Umboðsmanns borgarbúa sem bárust velferðarráði seint í gær. 

Áfram verður fundað með Strætó og fylgst náið með framkvæmd þjónustunnar. Borginni er í mun að framkvæmd Ferðaþjónustu fatlaðs fólks gangi eins vel og kostur er og að breytingar á fyrirkomulagi þjónustunnar verði til að bæta hana.Velferðarráð fylgist áfram með framkvæmd þjónustunnar eins lengi og þurfa þykir.

Fréttin í heild á heimasíðu Reykjavíkurborgar þar má sjá samsetningu á fjölda ferða og fleira.