Skip to main content
Frétt

Gjaldtaka af sjúklingum hækkar um 15-18%

By 21. janúar 2009No Comments
Eins og greint hefur verið frá hækkaði heilbrigðisráðherra gjaldtöku af sjúklingum um áramótin um leið og tekin voru upp ný gjöld, innlagnargjöld á sjúkrahús. Í flestum tilfella er hækkunin um 15-18%, einstök dæmi sína mun meiri prósentuhækkun. Framkomnar hækkanir munu síðan birtast í vísitölu neysluverðs fyrir janúar og auka enn á verðbólgu í landinu.

Hagdeild ASÍ hefur tekið saman upplýsingar yfir helstu breytingar á gjaldtöku hjá ríkinu um áramótin þar á meðal um kostnaðarbreytingar sjúklingar sem leita þurfa til heilbrigðiskerfisins.

Tengill á kostnaðarbreytingar á heimasíðu ASÍ

Munið afsláttarkort-passið upp á kvittanir.

Lífeyrisþegar fá afsláttarkort þegar kostnaður við heilbrigðisþjónustu fer yfir kr. 6.100

Gætið vel að öllum kvittunum og kannið hjá TR hvort allt hafi skilað sér rafrænt þar inn, því ekki eru allar læknastöðvar ennþá með tölvubúnað sem nýtist til að senda upplýsingar þar um beint til TR. Þeim kvittunum sem ekki hafa skilað sér til TR, geta einstaklingar skilað inn til stofnunar svo að afsláttarkort sé útbúið og ofgreidd þjónusta endurgreidd. Afsláttarkortið gildir út árið.