Skip to main content
Frétt

Gjörningurinn Tökum höndum saman og kvæði Helga Seljan

By 4. maí 2007No Comments
Síðast liðinn laugardag 28 apríl, fór fram gjörningurinn „Tökum höndum saman“, sem var einn þáttur í hátíðinni List án landamæra sem nú stendur yfir.

Stefnt var að því að mynda hring í kringum Tjörnina, með keðju fólks sem héldist í hendur og gengi einn hring umhverfis Tjörnina. Þátttaka var nokkkuð góð eða um það bil 300 manns, en dugði þó ekki til að mynda heilan hring. Á sama tíma var róið á tveimur árabátum í gagnstæða átt. Frá borði hljómaði harmónikkutónlist og inn á milli var flutt kvæðið Tjarnarhringur, sem Helgi Seljan hafði samið í tilefni dagsins.